Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 111 ust: „Sómafólk," sem var vel byggt og vel flutt, „Spékoppur í vinstri kinn,“ tals- vert fyndið og prýðilega flutt. „Eigna- könnun," sem var bráðsnjallt. Fleiri lík leikrit þyrítu að koma fram, þau koma mönnum í gott skap. 0g skyldi nú nokkum tíma vera of mikið af þeirri vörunni? Og svo var það jólaleikritið „Galdra-Loftur,“ sem jnun vera eitt með mestu vérkum ís- lenzkra leikbókmennta. Ymsum fannst þetta óviðeigandi sem jólaleikrit og víst var um það, að ekki var það beint til að auka á jólafögnuðinn í heiftúð sinni og myrkra- magni, en það var stórt og voldugt, eng- inn gat sagt, að það snerti ekki og vel mun því hafa verið skilað af leikendunum. Að öllu samanlögðu var það merkt útvarps- efni, sem ber að meta. Ljóffaþœttirnir hjá Andrési Bjömssyni hafa verið hver öðmm betri, sömuleiðis þættir Vilhjálms Þ. Gísla- sonar „Bœkur og mcnn.“ ,lLög og létt kjal“ mun oft vera heppilegt, en einnig stundum misheppnað eins og gengur með mannanna verk. „Spurningar og svör um iffjenzht' mál“ er fróðlegur og góður ]iáttur að vanda og fæ ég ekki annað fundið en að hann haldist óflekkaður i höndum Kjarna Vilhjálmssonar, ])ótt sumir hlust- endur vilji setja hann í skugga þeirra, er báru þennan þátt áður uppi. Að hinum nýju þáttum „Spumingar og svör um nátt- úrufræði,“ „Lög og réttur," „Heyrt og séð“ og „Tónlistarþáttur“ er mikill fengur, °g hafa margir þeima verið ágætir enda í höndum vnlinna manna. í þættinum »Heyrt og séð“ finnst mér Gísli Ástþórs- s°n og Rögnvaldur Sæmundsson beztir, síðan Jónas Ámason leið. Útvarpsráð á þakkir skilið fyrir alla þessa þætti og þá nýbreytni aðra sem til góðs horfir. Um kvennatímana má segja, að þeir hafa verið þuunir í roði, og sé ég ekki betur en að kvenþjóðin verði að kosta kapps um að bæta þá, ef hún vill halda sæmd sinni. Aðeins eitt erindi þessa flokks er mér minnisstætt, en það var líka mjög ánægju- legt, fór þar saman efni, form og flutn- ingur. Þetta var erindi frú Unnar Ölafs- dóttur „Glerhallavík.“ Frú Unnur mun yfirburðakona um listfengi og smekkvisi og þetta erindi hennar bar því vitni að tæki liún sér rúm á sviði orðsins listar myndi hún skipa það með sæmd. Þessari konu er alþjóð skylt að unna. Hún ætti áreiðan- lega skilið sæmdir af hálfu þess opinbera eigi síður eu margur sá, er þær hefir hlotið, án þess að nokkur þeirra sé lastaður, þótt þetta sé sagt. — Fyrir jólin vora tvö kvöld lesnir kaflar úr nýjum bókum. Var mjög ánægjulegt á það að hlýða. Einkum varð ég hrifinn af upplestri V. Þ. G. úr bók- inni „Bessastaðir.“ upplestri Magnúsar Jónssonar úr hinu mikla verki um Hallgrím Pétursson og upplestri H. Hjörvars úr „Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum," sem vora hver öðrum prýðilegri. Þá vildi ég minnast ofurlítið á barnatímana. Þeir eru oft góðir og vil ég hér sérstaklega nefna framhaldssögu Stefáns Jónssonar kennara, sem er liin prýðilegasta, og oft velur Þor- steinn Ö. Stephensen ágætar sögur og stjórnar bamatímunum mjög vel. En mér fannst barnatímarnir um jólin vera lé- legir, þegar frá er dreginn söngur barn- nnna á jólunUm og frásögn séra Jóhanns Iínnnessonar á jóladagskvöld. Avallt glæsilegt úrval af öllum tegundum skófatnaZar. LÁRUS G. LÚÐVl Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.