Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 16
112 ÚTV A RPSTÍÐTNDT ÉG ER EKKI MJÓSNARi SmÚAafya , (Ni&urlag) Yfirflotaforinginn sagði: „Þakka yður fyrir, Martíro. Þér verðið sam- stundis að leggja af stað til Feneyja, gera Umberto Bratti leynilögreglu- stjóra þetta kunnugt. Að því búnu verðið þér að veita Marion Dawis eftirför, eða síma til landamæranna. Það verður að rannsaka farangur hennar. Hún fór nú í kvöld með Verona hraðlestinni. Þér getið, ef til vill, náð lestinni í bifreið“. Caval- canti leit á úrið sitt. „Þér getið tekið hinn ágæta bíl hermálaráðuneytisins. Bifreiðin er „Bugatti racer“. Skjölin verða að nást, hvað sem það kostar“. Nú víkur sögunnar til hraðlestar- innar. Marion Dawis horfði út í myrkrið og mælti: „Því staðnæmist lestin?“ Dennison svaraði: „Að líkindum er önnur lest á undan, sem hefur minni hraða“. Þau gengu út á ganginn. Skýring- una fengu þau strax. Lestarstjórinn var í háværum samræðum við tvo menn, er gengu í áttina til Marion og Dennisons. Martiro hafði náð lestinni. Marion mælti: „Eruð þér kominn til þess að kveðja mig betur?“ Það var glettnishreimur í rödd hennar. Martiro starði á hana ástríðu- þrungnum augum. Hann sagði með bjóðandi rödd: „Ég hef elt hraðlest- ina og náð henni. Ég er hingað kom- inn til þess að rannsaka farangur yðar. Vér höfum ástæðu til þess að álíta, að þér hafið tekið ákveðin skjöl úr skrifborðsskúffu Cavalcantes að- míráls“. Marion Dawis horfði undrandi á Martiro. Hún mælti: „Eiga þessi um- mæli yðar að skiljast sem gaman eða alvara ?“ „Því miður er hér um alvörumál að ræða“, svaraði hann. Martiro gekk án frekari athuga- semda inn í klefa Marion. Fóru þeir félagar samstundis að skoða farang- ur hennar. En Marion stóð og horfði forviða á athafnir þeirra. Hún þagði, en fylgdist með hverri hreyfingu hjá þeim. Martiro var mjög alvarlegur, og allur kátínusvipur horfinn af and- liti hans. — Margir farþegar voru komnir til þess að sjá hvað gerðist. En lestarstjórinn hélt þeim í hæfi- legri fjarlægð frá bannsvæðinu. — Með ótrúlegri nákvæmni var hvert plagg í farangri Marion skoðað. Loks greip Martiro handtösku hennar, er lá á sætinu. Hann opnaði töskuna og tók upp úr henni, með brosi sigur- vegarans, gult umslag. Marion Dawis horfði hissa á umslagið eða bréfið. Martiro stakk bréfinu í innri vasa sinn. Hann mælti: „Þér skiljið, að ég, vegna þessa viðburðar, neyðíst til þess að biðja yður að koma með mér til Feneyja., Aðmírállinn óskar eftir að tala við yður“. Marion sagði: „Ég fullvissa yður um það, að hér er um misskilning að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.