Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 113 ræða“. Hún sneri sér að Dennison og sagði með bænarhreim í röddinni: „Herra Dennison! Viljið þér ekki gera svo vel að hjálpa mér?“ Martiro hafði til þessa ekki tekið Dennison með í reikninginn, en hoi'fði nú á hann. Dennison kveikti í vindlingi með mestu hægð. Hann svaraði: „Ég skal reyna að hjálpa yður. Ég þykist viss um, að þér hafið ekki framið laga- brot. Það er eitthvað óhreint við þetta mál, sem þarfnast nánari rann- sóknar“. Marion hrifin: „Er það alvara yð- ar, að fresta förinni heim og koma með mér til Feneyja?" Martiro kom nú til skjalanna. Hann mælti: „Þetta mál er þess eðlis, að vér óskum ekki eftir að óvið- komandi menn skipti sér af því“. Dennison tók upp vegabréf sitt og skilríki og rétti Martiro. Skjölin voru undirrituð af Sir John Simon. Martiro rétti Dennison skjölin, er hann hafði aðgætt þau. Hann mælti: „Herra Dennison. Þetta mál varð- ar aðeins hið ítalska utanríkismála- ráðuneyti. Og það getur haft óþæg- indi í för með sér, ef þér fáizt við það á einhvern hátt“. „Ég hef tekið þá ákvörðun, að hjálpa ungfrúnni ef mögulegt er“. Martiro yppti öxlum og mælti: „Það er mál að leggja af stað. Vér höfum stöðvað lestina nægilega lengi. Bíllinn er hér í námunda". Það var snemma morguns daginn eftir. - Sólin hellti gullroðnum geisl- um á þokuna úti við sjóndeildar- hringinn. Þetta var merki hins kom- audi dags. Þykkur, svartur reykjar- mökkur stóð beint í loft upp frá „Fiume“. Það var úr mið-reykháfn- um. Allt var kyrrt og hljótt á skip- inu, að undanteknum fótatökum varð mannanna. Gufubátur frá „Fiume“ lagði að stiganum er lá upp skipið. Og öríaum augnablikum síðar var hinum fámenna ferðamannáhóp fylgt inn í sal Cavalcantis aðmíráls. Hann stóð upp frá skrifborðinu. Martiro heilsaði að hermannahætti og mjög virðulega. Cavalcanti varð öldungis hissa og yppti öxlum. Hann og Mar- tiro töluðu saman í hálfum hljóðum. Yfirliðsforinginn tók á móti skjala- bögglinum. Marion Dawis og Frits Dennison stóðu þögul á meðan þetta fór fram. Cavalcanti sneri sér nú að Denni- son, hnykklaði brýrnar með van- þóknun og mælti: „Það er vitanlega heiður fyrir mig, að fá tækifæri til þess að kynnast yður, herra Frits Dennison, forstjóri frá Scotland Yard. En ég álít, að mál það sem hér er á dagskrá, falli fyrir utan verlca- hring yðar“. Dennison hneigði sig og svaraði: „Með leyfi yfirflotaforingjans lang- ar mig til þess að láta í ljós álit mitt á þessu máli. Ég er þess fullviss, að ungfrú Dawison hefur ekki tekið þessi skjöl“. Cavalcanti yppti aftur öxlum og mælti: „Eins og yður þóknast. Dennison sagði: „Aðmíráll!“ Rödd hans var kuldaleg og ákveðin. „Það er mitt ævistarf, að fást við að greiða úr flóknum málefnum og af- brotum. Koma upp um hina seku, eins og það er nefnt. Þetta grípur hug minn allan. Líkurnar benda til þess, að ungfrú Dawis hafi tekið skjölin“. Flotaforinginn tók fram í fyrir

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.