Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARFSTÍÐINDI 153 milli grágrýtislaga með jökulrispuðu yfirborði, fyrst í Hreppunum í Ár- nessýslu og síðar í öðrum landshlut- um. Þessar jökulminjar eru í fyrsta lagi völuberg með öllum einkennum jökulruðnings (hrjúfur leirsteinn með rispuðum basaltvölum og hnull- ungum) og í öðru lagi jökulrispur á yfirborði grágrýtislaganna, sem und- ir liggja. Þessar minjar eru stórkost- legri og algengari en svo, að þær geti verið eingöngu eftir jökla á há- fjöllum. Þær hljóta að hafa mynd- azt af jökli, sem huldi megnið af landinu, m. ö. o. frá ísöld. Ýmsir merkir jarðfræðingar (og meðal þeirra Þorvaldur Thorodd- sen) gátu ekki fallizt á þá kenningu dr. Helga, að öll móbergsmyndunin væri frá ísöld. Þess þekktust engin dæmi, að svo þykk og víðáttumikil jarðmyndun hefði skapazt á því skeiði. En ef við berum nú saman stærð þeirra jarðmyndana, sem hlað- izt hafa upp á eldgosasvæði landsins á síðustu 10 þúsund árum (þ. e. eftir að ísaldarjökulinn síðasta tók upp), þá þarf okkur raunar varla að blöskra sú kenning, að móbergs- myndunin hafi orðið til á einni millj- ón ára, hundraðfalt lengri tíma. Sum af jarðlögum móbergsmynd- unarinnar eru lærdómsrík um lofts- lag á því skeiði ísaldarinnar, þegar þau mynduðust. Jökulruðningur vitn- ar um kalt loftslag og jökla yfir land- inu. Hann hefur myndast á jökul- skeiðum. Gróðurleifar vitna aftur á móti um auða jörð og hljóta yfirleitt að hafa myndazt í ísaldarhéum. Flest allar gróðurleifarnar eru af plöntum, sem enn lifa hér á landi og sumar þeirra þrífast ekki í öllu ómildara loftslagi en hér er nú. Að minnsta kosti ein plötutegund hefur vaxið hér i ísaldarhléi, en ekki eftir ísaldarlok. Það er trjátegundin elri. Mikið af elrisfjórkornum hefur fundizt bæði í Víðidal í Húnavatnssýslu og í Brim- lárhöfða á Snæfellsnesi. Þau gefa í skyn, að loftslag hafi verið ívið myldara í því hléi en á okkar dög- um. Ekki eru síður fróðlegar sjódýra- leifarnar á Snæfellsnesi og víðar. Þar skiptir um tegundir frá einu lagi til annars, þannig að heitfengar og kulvísar skiptast á, eflaust eftir því hvernig sjávarhiti var í það og það sinn. Því miður yrði of langt mál að lýsa einstökum þverskurðum slíkra jarðlagaraða, en þær hefur Jóhannes Áskelsson og fleiri jarðfræðingar rannsakað með miklum árangri. Helzt til fljótt hef ég nú farið yfir sögu ísaldarinnar, og verður þó hér við að sitja, því að tíminn er naumur, og við erum ekki komin nema h. u. b. eina milljón ára aftur í tímann, en eigum ófarnar eitthvað um 60 milljónir ára aftur til upp- hafs íslands. Ég verð því enn að herða stórum á, því að sögunni á að ljúka í næsta erindi. Takmörk ísaldarmyndunarinnar (eða móbergsmyndunarinnar, eins og ég hef oftast kallað hana í þessu erindi) niður á við eru ekki svo glögg sem skildi. Hún hvílir á annarri eldri basaltmyndun, sem venja er að kalla blágrýtismyndunina eftir aðalberg- tegund sinni. Blágrýtismyndunin skagar út undan móbergsmyndun- inni á Austfjörðum og Vestfjörðum og einnig víða norðan lands og upp frá botni Faxaflóa og Breiðafjarðar. Um allt miðbik landsins hefur þessi eldri myndun svignað niður, ef til vill vegna þunga móbergsmyndunar-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.