Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 13
Otvarpstíðindi 157 sem allra styttstum tíma. Þ6 vil ég þar undanskilja nokkrar konur, sem ævinlega tala skýrt og skiljanlega, þó þær séu stund- um nokkuð hraðgengar. Má þar nefna Onnu Guðmundsdóttir, Arndísi Björnsdótt- ur, Gunnþórunni Halldórsdóttur, Emilíu Jónasdóttur og öldu Möller. Er hún þó oft full óðamála. Menntaskólanemendur, sem léku síðastliðinn laugardag, höfðu ekk- ert erindi í útvarp. Allur þeirra leikur var svo óðamála að allt rann saman í einu ðskiljanlega suðu, sem fáir munu hafa skil- ið. Það má vel vera að leikur þeirra hafi verið góður á leiksviðinu. En í útvarpi vav hann óþolandi. Vil ég því gefa ungl- ■ngunum það heilræði, að temja sér fyrst að tala skýrt mál, áður en þeir koma fram í útvarpi til að skemmta öllum þeim sem útvarpstæki hafa. Víst er um það, að á fátt útvarpsefni er jafnmikið hlustað og leikina. Það varðar því miklu, að vel sé til þeirra vandað, bæði leikritaval, og með- ferð. Ætti því helzt að velja til þess vissa menn, sem þekktir eru að því að tala gott °g' skýrt mál. Leikaraháttur, sem vel á við a leiksviði, er þýðingarminni í útvarpi, en hreint og skýrt mál. Sjálfur hefi ég alla ævi verið mjög hneigður fyrir leiklist, og hef notað mér hvert tækifæri sein boðist hefur til að hlusta og horfa á leiki, enda unnið að leikstarfsemi 20—30 ár. Það er wér því mjög mikil kvöl að hlusta á illa flutta útvarpsleiki". Brunabótafélag Islands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Útvarp á Esperanto DAGLEGA Praff: Kl. 15,30—15,45 á 49,92 m. og 1935 m. París: Kl. 16,15—16,30 á 41,21 m. Prag: Kl. 21—21,15 á 49,92 m. MÁNUDAGA Brasilía: Kl. 10,30—10,40 á 104 m. Prag: Kl. 20,50—21 á 470,2 m. Budapest I: Kl. . 22,30—22,35 á 549,5 m. ÞRIBJUDAGA Vien II: Kl. 16,20—16,30 á 31 m. 41 m. og 228,6 m. Bern: Kl. 16,45— 16,50 á 31,45 m. og 48, 66 m. Sofía: Kl. 17,50—18,00 á 32,09 m. MIÐVIKUDAGA París: Kl. 9,15—9,35 á 431,7 m. (námskeið). Warsjá III: Kl. 20,10— 20,25 á 49,06 m. Bwdapest I: Kl. 22,30—22,35 á 549, 5 m. FIMMTUDAGA Bern: Kl. 16,45—16,50 á 31,46 m. og 48,66 m. (Dr. Privat). Prag: Kl. 20,50—21,00 á 470,2 m. Ostrava: Kl. 21,00—21,10 á 259 m. EÖSTUDAGA Sofía: Kl. 17,50—18,00 á 32,09 m. Budapest: Kl. 21,30—21,35 á 549,5 m. FYRSTA SUNNUDAG HVERS MÁN. Sænska útvarplö: Kl. 14,00—14,15 á 19,80 m. og 27,83 m. FYRSTA MÁNUDAG HVERS MÁN. Tékkneska útvarpið: Kl. 21,00— 21,30, öldulengd 269 m. (60 kw) og 325 m. (100 kw)’.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.