Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 16
160 Otvarprtíðinim henni. Við vorum stödd miðja vegu milli Tvíhólma og lands, þegar snörp vindhviða kastaði bátnum á hlið- ina og við lentum öll í vatninu. Félagi minn hékk við bátinn, en ég hélt mér uppi á sundi. Vinstúlka mín var skammt frá mér og ég man að hún kallaði á mig. Nú tókst félaga mínum að koma bátnum á réttan kjöl. Siglan hafði losnað og flaut við bátshliðina. Systir mín, sem var sú fjórða í hópnum hafði nú komist upp úr vatninu og inn yfir öldustokkinn. Ég náði í hendi vin- stúlku minnar, en hún var farin að sökkva. Ég hélt mér uppi á siglutrés- toppnum, og þegar félagi minn kast- aði til mín kaðli, sleppti ég siglunni — en missti einnig af kaðlinum. Ég hafði dregið stúlkuna að mér, hún var stíf. Geigvænleg hugsun greip mig. Ég var viss um, að hún mundi draga mig niður með sér. Stífur og máttvana líkami stúlk- unnar tók þungt í — siglan hafði borizt frá mér, og kaðalinn hafði ég misst. Ég hafði algerlega misst það jafn- vægi, sem þurfti til þess að aðhafast rétt og skynsamlega. Og nú fann ég að stúlkan dró mig niður! Ég s’tarði á sökkvandi líkamann. Ég lá þannig í vatninu, að öxlin og höfuðið voru upp úr, en vangi minn nam við vatnsskorpuna. Ég neytti þeirra krafta, sem ég réði yfir og ætlaði að draga stúlkuna að mér, en það reyndist mér ofur- efli. Þá datt mér loks í hug að kafa niður fyrir hana. Og mér tókst að lyfta henni upp undir yfirborðið, rétt við bátshliðina. Ég greip ann- ari hendi í öldustokkinn, en hinni í stúlkuna, en ég missti hennar og sá á eftir henni, meðan hún var að sökkva í fagurblátt djúpið. VI Skyndilega leggst þoka yfir vatnið — ljósgrá, úrþvöl og köld. — Milli þokunnar og vatnsins er ekki meira en faðmur. Vatnið er slétt og báturinn vaggar hóglega. Fram- undan og allt í kringum mig er Ijós- grár óendanleikinn. Ég er villtur og veit ekki í hvora áttina ég á að halda. Nú er kyrrðin rofin af fugla- kvaki og vængjabusli, líkast til end- ur, sem annaðhvort eru að taka sig upp af vatninu eða setjast á það. Að eyrum mér berst ógreinilegt hljóð — og nú aftur. Ekki ólíkt því sem veri ðværi að kalla nafnið mitt. Ég legg út árar og ræ á hljóðið. Avallt glœsilegt úrval af 'ólluin tegundum skáfatnaZar. LÁRUS G. LÚÐVÍC Skóverzlun

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.