Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 17
1 ^tvarpstíðindi 161 Ég hefi róið drjúga stund, þegar bokunni fer að létta. Nú heyri ég Sieinilega kallað nafnið mitt. Ég ^óa á móti og legg inn árarnar. Þokunni er nú skyndilega svift burt af stóru svæði, eins og af ósýnilegri máttarhendi. Við mér blasir velþekkt töfrasýn. Ég er nú staddur mjög nærri landi, beint framundan víkinni. Vingjarnlega óesið, sem endurnar flugu yfir í gærkvöldi, teygir sig í blátært vatnið, vaxið lágum kjarrrunnum, °g gróðurinn alveg fram á bakkana. Og hraunið daggvott og litförótt, ^Oosa- og kjarrgróið, teygir hrika- tega arma sína út*í vatnið. Þokan ^iggur ennþá yfir upplandinu og fjöllunum, andvarinn stendur af iandi og drífur þokuna norðvestur yfir. Ég sezt undir árar og ræ — ég sný bakinu að landi og horfi út yfir hafið. Sólin er að koma upp, hún brýzt í gegnum þokuna. Geislar hennar flæða brennandi heitir og kyssa, dansandi, silfurbláan vatnsflötinn. Og nú heyri ég aftur kallað nafnið mitt. Þegar báturinn rennur að vatns- bakkanum, sé ég hver hefur verið að kalla. í litlu rjóðri situr Brynhildur. Hún krossleggur fæturna og leikur sér að smárablómi. I sömu svifum og báturinn rennur að, rís Brynhildur upp. — Þú hefur villzt í þokunni, segir hún. — Nei, svara ég. — Af hverju ertu svona undar- legur, segir hún, hefurðu sofið? — Já, ég hef sofið og mig hefur dreymt, laug ég að henni. — Segðu mér drauminn. — Nei, en hvernig gekk kennslan? Þögn. Við göngum hlið við hlið. Við er- um þögul. Á milli okkar er fjarlægð. I undirvitund minni dvelja hljóm- brot úr sjöundu hljómkviðunni. Þau ná nú smátt og smátt valdi á til- finningum mínum. Ég tek í hendi Brynhildar og finn, að hún er þvöl! Minningin um sorgaratburðinn á- sækir mig nú aftur. Samvizlcubitið og sektarmeðvitundin lama mig, enni mitt úðast köldum svita. Við nemum staðar, og ég horfi á Brynhildi, en hún er mér svo fjar- læg, það er einhvern veginn alveg óhugsanlegt að samrýmast henni nú, finnst mér! Og þó er hver hreyfing hennar, angan hennar og bros mér svo hugleikið. Ég horfi framan í hana og sé, að það hrynja tár niður kinnar hennar. Mig langar til þess að þerra þau — en geri það ekki! Við horfum þegjandi hvort á ann- að góða stund. Mig langar til þess að taka hana í faðm minn, kyssa hana og vera henni góður. En fjar- lægðin virðist óbrúanleg á milli okk- ar. — — Þú spurðir mig um kennsluna, segir hún svo loks. — Já, svara ég fremur dræmt. — Það varð ekki mikið úr kennslu. — Því trúi ég vel. — Af hverju ertu svona undar- legur? — Af því að mig dreymdi — laug ég að henni aftur. — Segðu mér hvað þig dreymdi. Hún leggur höndina á öxl mér, og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.