Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 18
102 ÚTVARPSTÍÐINDtf vangann að barmi mér. Ég strýk mjúkt og gljáandi hár hennar, létt og hikandi. Skyndilega fer Brynhildur að gráta — og hörfar fótmál aftur á bak. Hún horfir fast á mig. — Ó, þið þessir karlmenn, segir hún, — þið eruð grimmir, eigin- gjarnir og kaldlyndir — þið eruð dýr! — Ég hef ekki gert þér mein, þess vegna hefðir þú getað sparað þér þessi orð. En það er annars gam- an, að heyra þig segja þetta. Það gefur tilefni til þess að álíta, að kennslan hafi ekki gengið sem bezt. — Já, ég átti von á því — en hæddu mig, grýttu mig og særðu mig — þér líður þá betur á eftir! Það er kunningsskapur okkar Dicks, ég veit það, Ég skal segja þér, hver er munurinn á þér og honum. Hann er hungrað dýr — en þú ert mett dýr — það er allt og sumt. Ég stari á hana, ég átti ekki von á þessari rökfærslu af hennar hálfu. Svo nær geðshræringin valdi á henni. Hún gengur þétt að mér, og slær mig utanundir um leið og hún segir: — Þú ert skræfa! — Þá rífur hún í hár mitt og hrindir mér frá sér. Ég verð bæði hryggur og undr- andi. Þetta kom mér engu síður á óvart en rökfærsla hennar áður. Og ég verð þegar sannfærður um, að nú hafði ég glatað henni fyrir fullt og allt. Hún gengur hægt frá mér. Ég heyri ekkann, sem hún byrg- ir niðri. Ég horfi á hana fjarlægj- ast, hægum, mjúkum skrefum. Hver hreyfing hennar, angan hennar og skóhljóðið grefur sig inn að hjarta mínu. Hún hverfur inn í þokuna. — f annað skipti á ævinni er mér þann- ig farið innanbrjósts, að mig langar til þess að steypa mér 1 vatnið. * Ég geng til baka, í öfuga átt við Brynhildi, og niður að vatninu. Ég ætlaði að líta eftir bátnum, ganga betur frá honum. Ég sest á vatns- bakkann. Þeir synda í torfum upp við bakkann, litlu fiskarnir, þéttuna og löngum torfum. Tugþúsundir lif- andi agna, sindrandi í dimmbláu, lágdauðu vatninu. Á yfirborði vatnsins myndast ör- smáir hringir þe^ar þeir stinga haus- oddunum upp úr, opna litlu kjaftana og gleypa æti, sem flýtur á yfirborð- inu. Aðeins litlu sporðarnir sjást hreyfast, uggarnir eru svo litlir, að ógerningur er að aðgreina þá. Torfurnar renna hratt eins og risa- vaxinn orrnur, sem hlykkjast áfram. Stundum rétt undir yfir’borðinu, og stundum niður undir botni, niður í slíið og vatnagróðurinn. Svo hverfa torfurnar inn undir bakkana. Ef til vill liggja gjár langt undir yfirborði jarðarinnar, ókunn- ugar mönnunum, en að einhverju leyti heimkynni þessara litlu fiska? Eða kannske liggja fiskarnir rétt undir bökkunum í vatnagróðrinum? 19Jf3.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.