Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 3
Otvarpstíðindi 171 koma út hálfsmánaöarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er hundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 6046. Heima- síini afgreiðslu 5441. l’óstbox 907. Ctgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentnð i ísafoldarprentsmiöju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjáhn- ur S. Vithjdlmsson, Brávallagötu 50, simi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. tJTVARPSTlÐINDUM hafa borizt mörg bréf frá lesendum sínum með þakklæti fyrir birtinguna á hinum fróðlega erindaflolcki Guðmundar Kjartanssonar, jarðfræðings, er hann nefndi „Þættir úr jarðsögu Is- lands“ þar sem hann rekur sköpunar- sögu landsins eða myndun þess millj- ónir ára aftur í tímann. í þessu hefti birtist fjórða og síðasta erindið og er þessum erindaflokki þar með lokið. Birting þessa erindaflokks hefur leitt þa,ð í Ijós, að fólk er almennt þyrst í sögulegan fróðleik um landið og náttúru þess, enda eru erindi Guð- mundar þannig samin, að almenning- ur nýtur þeirra fullkomlega. Þau eru rituð á alþýðlegu máli og efnið — þótt torskilið virðist á köflum — tekið þeim tökum, að lesandinn getur mæta vel gert sér grein fyrir því, sem um er rætt, og veitist létt að fylgjast með fræðimanninum þús- undir og milljónir ára aftur í tímann. Margir hafa óskað þess bæði bréf- lega og munnlega, að ritið haldi áfram að birta ýmiskonar erindi um fræðileg efni, sem flutt hafa verið eða flutt kunna að verða í útvarpið, og mun það að sjálfsögðu verða við þeim tilmælum, að svo miklu leyti sem aðstæður leyfa. Slík erindi auka vissulega á gildi ritsins, og ef vel tekst til um val erindanna, sem birt kunna að verða, munu Útvarpstíð- indi, er stundir líða, hafa að geyma mikinn fróðleik um margvísleg efni. 1 þessu hefti birtist dagskrá út- varpsins frá 9. til 23. maí, og má segja að hún beri með sér einkenni sumarkomunnar. Það er að segja að ýmsir hinna föstu þátta vetrarins falla nú niður, en það leiðir aftur af sér, að sú dagskrá, sem birt er svona löngu fyrir fram, verður lausari í reipum. Yfirleitt má segja að sumar- dagskráin sé alltaf meira á reiki en dagskrá vetrarins. Það mun líka reynsla þeirra, sem að samningu dagskrárinnar vinna, að erfiðara sé að útvega gott útvarpsefni að sumr- inu en að vetrinum, og kemur þar margt til. Menn eru fjarverandi úr bænum og jafnvel úr landinu, og ekki er ótrúlegt, að margur sé minna gef- inn fyrir það að kúra sig inni í sól og birtu sumarsins við samningu út- varpsfyrirlestra og annars efnis, en að vetrinum, þegar hríðar og kylja næða úti við. Einn af þeim þáttum, sem lagðist

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.