Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 9
ÖTVARPSTlÐINDI 177 aldi’ei framar getið. Vissulega væri fróðlegt að staldra við á þessum tíma- Oiótum og skyggnast til annarra eldri landa. En það gerum við ekki held- Ur- Við snúum aftur heim til okkar tíma og okkar íslands. Og nú verð- Ur hraðinn gegnum tímann meiri en ^okkru sinni áður, enda er leiðin nú auðrötuð, við höfum farið hana áður 1 gagnstæða átt. Hugsum okkur, að við svífum yfir landinu í nokkurra kílómetra hæð, svo að við sjáum vel &ila megindrætti landslagsins, en tofjum okkur ekki á að rýna í smá- atriði. í byrjun tertíertímans sjáum við 1 Norður-Atlantshafi mikil lönd, sem við könnumst ekki við af neinu landa- bréfi. Heldur eru þarna jafnlent, en þó gnæfa hér og hvar eldfjöll upp af sléttunum. Víða eru lítt gróin hraunflæmi, marflöt að sjá úr þess- ari hæð. Og við sjáum ný hraunflóð ronna frá eldfjöllunum út yfir slétt- Urnar eða koma upp um sprungur a sjálfum sléttunum. Ár og lækir renna til sjávar, en þeim gefst lítið tóm til að grafa sig niður, því að hi'aunflóð falla iðulega í farvegina. Loftslagið er milt og stórir skógar bi'eiðast um hvert það hérað, sem um uokkurra alda skeið fær að vera í friði fyrir eldgosum og hraunflóð- Ulu- Hraun renna á haf út og auka Vlð ströndina. Annars staðar lyftist s.lávarbotninn og eyjum skýtur upp. Einnig gýs á sjávarbotni og eldfjöll Waðast upp úr sjónum. Sjávargang- Ur brýtur í sífellu af þessum ný- luyndunum, en hefur ekki undan. ‘Svo ber einnig við að landspildur SlSa í sæ. En ein stór spilda að 1Ulnnsta kosti er þó stöðug ofansjáv- ar> hún er grunnurinn að íslandi. Yfirleitt er lögun landa og eyja mjög breytileg. Ef til vill er um eitt eða fleiri skeið óslitin landbrú frá Skot- landi til Grænlands, en oftar er þar sennilega klasi af stórum eyjum með sundum á milli. Nú er eósentímabilið liðið, og nú sjáum við ekkert nema í þoku um margar milljónir ára framundan. Og hið litla, sem við grillum í í rofun- um, getum við ekki tímasett með neinni vissu. Við sjáum þó að sú landspildan, sem athygli okkar bein- ist mest að, er stöðugt ofan sjávar og þar heldur eldgosunum áfram. Og í einhverju rofinu sjáum við, að þar eru enn blómlegir skógar.En í öðr- um hlutum eyjaklasans mikla kulnar nú jarðeldurinn að fullu og öllu. Og það verður afdrifaríkt fyrir þær eyj- ar og landshluta. Hver spildan á fæt- ur annarri sekkur í sæ. Þetta gerist allt á tertíertímanum, sem er nærri 70 milljónir ára að lengd, en við vitum ógert á hvaða skeiðum hans. 1 lok tertíertímans er landaskipun að líkindum orðin eitt- hvað svipuð og nú. Blágrýtisspöng- in yfir Atlantshaf er að mestu sokk- in í sæ. Aðeins skarir af henni standa eftir á jöðrum meginlandanna beggja vegna og langt úti í sundinu tveir jakar: ísland og Færeyjar. Um stærð þeirra og lögun er þó mjög óvíst. Undir lok tertíertímans (nánar til tekið á plíósentímabilinu) sjáum við, að lægð hefur myndazt um þvert Is- land frá norðri til suðurs. Þar fellur löngum sjór yfir, en sundið er grunnt. Eyjar rísa upp úr því og gjósa hraunum og vikri. En beggja vegna — þar sem nú er Austurland og Vesturland — eru stórar og háar blágrýtiseyjar. Þar er nú hætt eld-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.