Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 10
178 ÚTVARPSTÍÐINEW gosum og gömlu eldfjöllin orðin sud- ur grafin og torkennileg. En í sund- inu og á ströndum þess og eyjum gýs enn öðru hvoru. Loftslag er ekki eins hlýtt og fyrr á tertíertímanum, en þó mun mildara en hér er nú. Landið er enn mjög gróðursælt og vaxið skógum. Sjórinn er morandi af lífi. í sundinu mikla, sem skiptir land- inu í tvennt, grafast skeljar sjódýr- anna í botnleðjuna, sem sezt til úr gruggi undan árósum. Síðar hefur sjávarbotninn lyfzt þar, sem nú er Tjörnes við Skjálfanda, og þar geym- ast skeljarnar innilokaðar í kalkborn- um leirsteini. En á þeim tíma, sem Tjörneslögin eru að setjast til á sjáv- arbotni, fer sjórinn kólnandi, og þá loftslagið sennilega einnig. Og áður en plíósentímabilinu væri að fullu lokið, er loftslag naumast orðið mild- ara en á okkar tímum. Loftslagsbreytingunni til hins verra heldur áfram. Nú fer ísöldin í hönd. Jöklar hafa sennilega fyrr verið á háf jöllum íslands. En nú vaxa þeir ískyggilega. Óðar en varir breið- ast þeir um allt landið eða því sem næst. Sæbrattir múlar milli fjarða og hæstu fjallstindar inni í landi standa þó upp úr hjarnbreiðunni og lág andnes og eyjar fyrir landi hafa einnig löngum skagað út undan. Áður en jökulinn lagði yfir voru eflaust mjög þykk laus jarðlög yfir blágrýt- inu í hinum elztu landshlutum, því að þar var eldgosum hætt fyrir millj- ónum ára. En skriðjöklarnir sópuðu burt öllu lauslegu á haf út. En þeir létu ekki þar við sitja. Þar sem dæld- ir voru í yfirborðið eftir landsig eða gröft vatnsfalla, söfnuðust ísstraum- arnir í eins konar farveg og mæddu þar fastast á, sem þeir voru þykk- astir og skriðu hraðast. Þar surfu þeir sig niður í blágrýtisklöppina og dýpkuðu ög víkkuðu þá dali, sem fyr- ir voru. Eldgosum helt enn áfram á ísöld- inni um miðbik landsins, þar sem nú er móbergsmyndunin. En lítið vit- um við um landslag þess svæðis á þeim tíma. Þó er víst að svéeðið hélt áfram að síga. En landsigið hafði ekki undan upphleðslu eldgosanna. Sundið fylltist, og Austurland og Vesturland tengdust saman. Oftar en einu sinni á ísöldinni gengu hlýviðrisskeið, svo að jöklana tók upp að mestu og gróður breidd- ist um landið. Vera má að saman- lögð lengd þeirra hléa sé meiri en jökulskeiðanna. En í elztu landshlut- unum finum við engar minjar frá ísaldarhléunum. Skriðjöklar næsta jökulskeiðs á eftir sópuðu burt öll- um slíkum leifum af blágrýtisklöpp- inni. En á móbergssvæðinu, sem enn var að hláðast upp, runnu hraun yfir jarðveg og gróðurleifar og varðveittu þær frá að eyðast. Á ísöldinni er landslag smám sam- an að færast í það horf, að við för- um að kannast við heil héruð og ein- stök fjöll og dali á landinu. Ef til vill getum við þegar í byrjun ísaldar áttað okkur á hinum fyrstu drögum að núverandi landslagi á Austfjörð- um og Véstfjörðum. En miklu síðar förum við að rata um Suðurland og Miðhálendið. Loks kemur að því, að síðasta ís- aldarjökulinn tekur upp. Þá er svo langt komið mótun landslagsins, að við þekkjum því nær hvern fjalls- koll um leið og bólar á honum upp úr ísbreiðunum. Brúnir jöldanna, sem áður gengu í sjó fram, taka nú

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.