Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 11
Etvarpstíðindi 179 aS hörfa inn eftir fjörðum og dölum °g upp eftir láglendinu til f jalla. En um leið hækkar í sjónum, hann flæð- W inn yfir láglendið og fylgir jökul- í’öndinni fast eftir. Hlýja hans og selta herðir á undanhaldinu. En með- an jökullinn hörfaði alla leið upp í háfjöll, hækkaði sjórinn aðeins upp &ð vissu marki á láglendinu. Þar skildi með þeim. Auðar landræmur, æði misbreiðar, urðu á milli og teygð- ust æ lengra til fjalls á eftir jöklin- um. Árnar léngdust að sama skapi upp á við. Þær báru jökulgorm sinn til sjávar, þar sem hann settist til botns, huldi skeljar dauðra sjódýra og varðveitir þær til þessa dags. Við erum nú stödd á mótum ís- aldar og nútíma og könnumst orðið vel við okkur í flestum héruðum landsins. Þó söknum við eldfjalla og hrauna og kunnum því þó ef til vill enn verr, að sjór liggur enn yfir lægstu svæðum undirlendisins og þar með heimkynnum flestra okkar. Á nútímanum er jarðeldurinn enn að starfi. Við sjáum hvert eldfjallið rísa og hraunflóðið renna á eftir öðru. Þegar er jökulinn hafði leyst af láglendinu, var sjórinn þó nokkuð tekinn að fjara. Og nú sjáum við láglendinu smám saman skjóta upp. Landið er að lyftast aftur, eftir að fargi ísaldarjökulsins létti af því. Við sjáum, að upplyftingin verður smám saman hægari. Og þegar strandlínan og þar með lögun lands- ins er orðin nokkurn veginn söm og við þekkjum af Islandskortum, þá má heita, að jafnvægi sé aftur kom- ið á. Ekki er þess nú kostur að rifja nánar upp jarðmyndanir og lands- lagsbreytingar nútímans, enda dvald- ist mér nokkuð við það efni í fyrsta erindi mínu. — Við erum nú komin aftur úr langri ferð til þess staðar, þaðan sem við lögðum upp, komin heim til íslands, eins og það er í dag. Þó að við værum fljót í ferðum — aðeins þrjár vikur — þá hafa þau öfl, sem sköpuðu landið okkar, unnið stórvirki á sama tíma: Skeiðará hljóp, jók enn við aura sína og hlóð upp sandrif í sjó undan ósunum. Austur í Hornafirði brutu Atlants- hafssjóirnir lánd undan vita, svo að hann hvarf í djúpið. Hekla hlóð utan á sig margfalt meira grjóti en er að finna í öllum steinhúsum á íslandi. — Ekkert hlé er enn á sköpun landsins. Guðmundur Kjartansson. Rafgeymavinnustofa vor l Oaröastrœti 2, þriöju hœö. annast hleðslu og viðgerðir á viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.