Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 14
182 ÚTV ARPSTÍÐINDI „Nei, hún hefur brugðist mér ...“ „Leyfðu mér að hjálpa þér til þess að gleyma henni“, mælti Rita, og fleygði sér í faðm hans. „Vertu kyrr hjá mér, við skulum byrja nýtt líf. Þú gleymir henni þegar tímar líða. Ég elska þig Charley, meira en nokk- ur önnur kona getur elskað". Vikurnar liðu og urðu að mánuð- um. Charley hélt áfram að rnála Djöflahellirinn. Og nú þurfti Rita ekki lengur að fara með honum, hann var orðinn svo kunnugur, að hann gat forðast hætturnar hjálparlaust. En Rita bjó til matinn fyrir hann, og beið hans dag hvern. Þannig mundi það verða, þegar þau væru gift, hugs- aði hún oft. Úr glugganum sá hún föður sinn við vinnu í garðinum. Og úr þessum sama glugga sá hún til ferða mannsins, sem átti alla ást hennar. Hún veifaði til Charley, þeg- ar hann nálgaðist húsið, og hann heilsaði henni með kossi, þegar hann kom inn til hennar. Hún var farin að vona, að Charley myndi giftast sér, en þó hvíldi skuggi á hamingju himni hennar. Ókunna konan, ekkjan, dvaldi enn í þorpinu; hún bjó í kaupmannshúsinu. Rita hafði frétt að hún hefði fengið þar leigt til hálfs árs. Rita andvarpaði, er henni varð hugsað til þessarar fyrri unnustu Charley. Hún vissi að hann var ekki búinn að útrýma henni úr huga sér né hjarta. Loks kom sá tími er þau Rita og Charley opinberuðu trúlofun sína. Faðir hennar gaf samþykki sitt, en þó með nokkrum semningi. Karlinn var vel stæður, og hafði ætlað að láta mikinn heimanmund með Ritu, en hann vissi að málarinn átti nóga peninga og mundi því ekki meta það að verðleikum. Auk þess var Charley ekki úr byggðarlaginu. Loks var svo brúðkaupsdagurinn ákveðinn. Það voru aðeins fjórtán dagar þar til hann skyldi verða. Rita sat við gluggan og beið. Charley var í hellinum að mála. Þennan dag ætl- aði hann að ljúka málverkinu. Sólin var að hníga til viðar, og ekki kom Charley. Rita var orðin óttaslegin. Ef til vill hefði hann gleymt sér við vinnuna og kæmist ekki út úr hellinum vegna aðfalls- ins. Þessi hugsun kvaldi hana: „Má vera, að Charley kjósi heldur dauðan en mig!“ Hún reis á fætur. Henni leið óum- ræðilega illa. Hún var sem á nálum. Loks var barið að dyrum. Gat það verið Charley? Hann var þó ekki vanur að drepa á dyr er hann kom heim. Hún gekk til dyra, og opnaði hurð- ina. Glæsileg, hávaxin, ljóshærð hefðar- kona stóð úti fyrir. — Það var hún! „Hvert er erindi yðar?“ mælti Rita kuldalega. „Bjargið honum!“ hrópaði konan. „Bjargið Charley; hann er úti í Djöflahellinum. Hann hefur misst bátinn frá sér. Báturinn er rekinn á land. Það er stórstreymt, en þér ratið, þér þekkið skerin, farið og bjargið Charley!" Rita starði á konuna. Grunur henn- ar hafði verið á rökum byggður. Charley mundi hafa látið bátinn fara! Hann hafði valið dauðann! Hún hnykklaði brýnnar og spurði harð- neskjulega: „Hvers vegna á ég að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.