Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 185 BLAÐAMANNAVAKAN Jóh. B. Jóh. skrifar: „Fyrir mörgum ár- um hafði Blaðamannafélag íslands kvöld- vöku í útvarpinu og hef ég alltaf álitið að þetta hafi verið ein bezta kvöldvakan, sem við höfum átt kost á að hlusta á. Ég var alltaf að bíða eftir þvi að félagið hefði aftur svona kvöldvöku, en ég beið og beið, en ekki bólaði á blaðamönnunum. Loksins komu þeir svo fyrir nokkru, og þó að mér þætti þetta ekki eins góð kvöldvaka og sú fyrri, þá stóð hún þó fyllilega á sporði öðrum kvöldvökum, sem við höfum haft kost á. Þátturinn um þróun blaðamennskunnar var ágætur, nema livað músikin á milli atriðanna var ekki góð og skilst mér, að þar hafi valdið tæknilegir ágallar útvarps- ins sjálfs, svo að þar er ekki um að saka blaðamennina. Kvæðalesturinn var líka góð- ur og myndi mörgum þykja vænt um, ef vísur Lofts Guðmundssonar yrðu birtar í Útvarpstíðindum við tækifæri. Samtalið milli Hannesar á horninu, Víkverja, og hvað hinir nú hétu, var að vísu fróðlegt og dálítið fjörugt, en skorti þann sannleiksblæ, sem á að vera á samtölum, en okkur virðist ganga erfiðlega að koma fram með í út- varpinu sannarlegt rabb milli nokkurra manna. Þau bera alltaf of mikinn svip af því, að þau séu búin til fyrirfram. Erindi það, er Jónas Árnason flutti var gott og gaman að því. Það var ekki birt Lsamtals- foi-mi, en hefði þó átt að gera. — Loks var þátturinn um blaðamennskunna góður. — Ég vil, þó að ég sé ekki fyllilega ánægður, þakka blaðamönnunum fyrir þessa kvöld- vöku. Og vil ég mælast til þess, við útvarps- ráð, að það feli Blaðamannafélaginu að sjá um eina kvöldvöku að minnsta kosti, á hverjum vetri". SUMARDAGURINN FYRSTI Sumarmaður skrifar: „Dagskráin á sumardaginn fyrsta var nú ekki siðri en dagskrá undanfarandi ára þennan dag. Hún var vel flutt og vel gjörð, og margar þakkir mun útvarpsráð og þjóðkórinn hljóta fyrir að hann skyldi koma fram um kvöldið. Það er nú orðið langt síðan að maður hefur fengið að heyra í honum, en ég efast um að nokkuð í útvarpinu njóti eins mik- illa vinsælda og hann. En nú er hann risinn upp frá dauðum og þar með er það úr sögunni, að hann sé ekki tiltækilegur við hátíðleg tækifæri". UM ÞÁ, SEM TALA UM SKÁLDSKAP Þ. M. skrifar: „Það er nú svo um Raddir hlustenda að þar er setinn Svarvaðardalur af fleiri mönnum en mér, svo ég hafði hugs- að mér að þegja, enda alla tíð hjáróma, þar að auki hef ég um alllangt skeið verið einn af þeim ánægðu en þeir ánægðu segja aldrei neitt. Raunar er ég ekki alls kosta ánæður með suma þætti, en þeir þættir eru allir staðbundnir og hefðbundnir, svo um það þýðir ekki að sakast. En einn er sá ljóður á sem mér finnst tilfinnanlegastur. Það er eins og enginn hinna menntuðu manna kunni að ræða eða rita um skáld og skáldskap, og til skýringar máli mínu vildi ég fá að skrifa nokkur orð um það atriði. Er þá síðast á að minnast erindi Ragnars Ásgeirssonar um skáldið Pál Ólafsson, flutt laugardaginn 13. marz. Það var strax auðheyrt á framburði og fram- setningu að R. Á. hafði hugsað sér að nú skyldi skáldið fá maklegt lof og meira ef með þyrfti. En það fór eins og fyrri daginn mjög í handaskolum. Það er eins og þessir menn tali af handafli og beiti kröftum, en það er mjög fjarri lagi þegar um ljóðagerð ræðir. Ég býst við að R. Á. hafi sagt allt satt og rétt og átti allt að verða skáldinu til lofs og dýrðar, en það er ekki ætíð sama hvernig sannleikurinn er sagður, og það var einmitt það sem R. Á. mistókst. Vísur Páls um vinnumenn hans eru honum ekki til sóma. Án greinargerða gefa þær fyllilega í skyn að Páll hafi verið minna en meðal húsbóndi. Sá skuggi hefur hvílt frá upphafi yfir baendum þessa lands að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.