Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 3
ÚT V ARPSTÍÐINDI 195 koma út hálfsmánaðarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er luindin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 5046. Heima- simi afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Útgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentnð 1 Isafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjdlm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, «lmi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettlsgötu 86. Betra seint en aldrei ÞAU TÍÐINDI eru boðuð á öðr- um stað hér í blaðinu í viðtali við útvarpsstjóra, að hingað til lands sé kominn sérfræðingur frá Marconi- félaginu í London til þess að gera athuganir á útvarpsstöðinni og til- lögur um viðgerð hennar. Hefur sérfræðingurinn unnið að rannsóknum sínum nú um skeið, og komizt að þeirri niðurstöðu, að ásig- komulagi stöðvarinnar sé mjög á- bótavant, og að grunur forráða- manna stofnunarinnar um, að stöðin geti þá og þegar stöðvazt vegna bil- ana, sé ekki ástæðulaus. Telur hann, brýna nauðsyn bera til að hraða end- urbótum og viðgerð stöðvarinnar, og í því sambandi bendir hann á, að endurnýja þurfi að mestu leyti elzta hluta sendistöðvarinnar, og að enn- fremur þurfi að setja upp varastöð með 20 kw. orku. Loks telur sér- fræðingurinn ekki hjá því komizt, að endurnýja á varanlegan hátt allt kælikerfi stöðvarinnar. Eru það út af fyrir sig all alvar- leg tíðindi, að horfast í augu við þá staðreynd, að útvarpsstöðin skuli um hríð hafa verið á svo veikum þræði, án þess að nokkuð hafi verið að gert fyrr, að stöðvun skuli hafa staðið fyrir dyrum, ef eitthvað hefði brugð- ið út af. Aftur á móti mega það telj- ast gleðifréttir, að nú skuli vera haf- izt handa um endurbætur. En sann- arlega er það ekki vonum fyrr. — Um hálft ár er nú liðið frá því að útvarpsstjóri varaði við þessu opin- berlega, sem sérfræðingurinn frá Marconi-félaginu hefur nú staðfest, að stöðvun á útvarpsrekstri, vegna bilunar á stöðinni, gæti staðið fyrir dyrum. Mun til skamms tíma hafa staðið á gjaldeyrisleyfi fyrir endur- bótum, og enn mun ekki vera féngið leyfi fyrir nema nokkrum hluta kostnaðarins við viðgerðina. Útvarpshlustendur munu vafalaust hafa veitt því eftirtekt, að upp á síð- kastið hefur það komið æ oftar og oftar fyrir, að hlé hafi orðið á út- varpsdagskránni sökum bilana, og er þess skemmst að minnast, að tvisvar sinnum, með stuttu millibili, hefur um helmingur hádegisútvarpsins fallið niður af þessari ástæðu. Sést bezt af þessu, að teflt hefur verið á tæpasta vað, með því, að hefja ekki fyrr framkvæmdir við endurbætur stöðvarinnar. Ætti það að vera augljóst, að fullnaðarviðgerð verður að fara fram á stöðinni, og dugir því ekki, þótt gjaldeyrisleyfi. liafi verið veitt fyrir nokkrum hluta endurbótanna, enda myndi það vafa- laust verða enn kostnaðarsamara, ef taka ætti vei’kið í áföngum á löng-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.