Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 6
198 ÚTVARPSTlÐINDI grammófónplatna fyrir Ríkisútvarp- iS og Þjóðminjasafnið. Menntamálaráðuneytið hefur fyrir nokkru skipað nefnd sem í eru: forn- minjavörður, Kristján Eldjárn, for- maður, Birgir Thorlacius, skrifstofu- stjóri, og útvarpsstjóri, og eiga þeir að vinna að því, að koma upp deild grammófónplatna í Þjóðminjasafn- inu. Eiga plöturnar að geyma raddir merkra manna, lýsingar á merkum atburðum í sögu þjóðarinnar og þjóðlega tónlist. Ríkisútvarpið annast upptökurnar,' og hefur til þess tæki af beztu og fullkomnustu gerð. En eftir lagplöt- um þeim, sem upp á er tekið, þarf að gera málmsteypu, og eftir málm- steypunum aftur plötur úr varanlegu efni. Útvarpsstjóri telur sig hafa fengið tilboð um þetta bæði í Englandi og Svíþjóð, og sagði hann, að ensku til- boðin væru eftir atvikum hagkvæm- ari, einkum með tilliti til þess, að gera mætti ráð fyrir, að auðveldara væri að greiða með sterlingspundum en í sænskum krónum. Aðspurður um það, hvernig hon- um segði hugur um framkvæmdir í báðum þessum málum — viðgerð út- varpsstöðvarinnar og plötuupptök- una — svaraði útvarpsstjóri „Því er nú orðið svo háttað hér á landi sem víðar, að þeir, sem ráða fyrir framkvæmdum, geta í raun og veru ekki svarað slíkum spurningum, með því að ráð allra framkvæmda eru nú horíin í hendur gjaldeyris- yfirvaldanna“. „Þó er skylt að viðurkenna það“, hélt útvarpsstjóri áfram, „að gjald- eyrisyfirvöldin hafa þegar veitt leyfi fyrir nokkrum hluta af kostnaði við bráðnauðsynlegt viðhald og endur- bætur á útvarpsstöðinni. — En um framkvæmd í plötugerðai’málinu get ég að svo stöddu ekkert sagt, með því að ég bíð eftir leyfisveitingu Viðskiptanefndai’“. Eins og sjá má, er hér um að ræða tvö aðkallandi stórmál, sem útvarps- stjóri hefur umiið að í utanför sinni, hvernig svo sem gengur um fram- kvæmd þeirra. Öllum má þú ljóst vera, bæði af því, sem útvarpsstjóri hefur áður sagt um ástand útvarps- stöðvarinnar, og eins áliti verkfræð- ingsins frá Marconi-félaginu, að ekki má lengur dragast viðgerð stöðvar- innar og að varasendi verði komið upp, ef útvarpshlustendur eiga ekki að vakna upp við þann vonda draum einhvern daginn, að „Útvarp, Reykja- vík“ sé þagnað. Við þessu varaði út- varpsstjóri þegar á síðasta ári,veins og hlustendum mun kunnugt af út- varpserindi því, er hann flutti í des- ember í vetur. Um plötusafnið gegnir líku máli. Þar er á ferðinni mikið menningar- mál, sem vinna ber að með oddi og eggju að komist í framkvæmd sem fyrst, og væri vonandi, að gjaldeyr- isyfirvöldin sæju sér fært að veita leyfi til þessara framkvæmda þegar á þessu ári. Daglegar fréttir beint frá ólympíu- leikunum í London. Auk þessara tveggja aðalmála, er getið hefur verið um, rak útvarps- stjóri svo ýmis önnur erindi fyrir stofnunina í utanför sinni. Meðal annars gat hann þess að lokum, að hann hefði undirbúið sendingu frétta Framhald á bls. 208.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.