Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTfÐINDI 20? Útvarpsskák ryður sér til rúms á Norðurlöndum ÚTVARPSSKÁK ryður sér nú mjög til rúms á Norðurlöndum, og er víða talin með því allra vinsælasta, sem útvarpið flytur. í danska út- varpsblaðinu var þess nýlega getið, að þar í landi væri útvarpsskák eitt af því allra vinsælasta, sem útvarpið flytti. Sem dæmi um það, hve áhug- inn væri mikill fyrir skákinni, var þess getið, að í vetur, skömmu eftir að útvarpsskákinni milli Dana og Norðmanna lauk, hafi danska út- varpinu borizt hvorki meira né minna en 14 þúsund bréf frá hlust- endum, þar sem þeir tjáðu að þeir vildu meira af svo góðu. Síðar hófst svo skákkeppni milli Svíþjóðar og Danmerkur, og var sama um hana aö segja; fólk, ungir og gamlir, sátu við tæki sín og fylgdust með skákum meistaranna af brennandi áhuga og færðu mennina á skákborðum sínum eftir leikjum þeirra. Og það voru ekki aðeins hinir svokölluðu skák- menn, sem hrifust með, heldur líka fólk, sem aldrei fyrr hafði sett sig neitt að ráði inn í skák. Þáð er full- yrt, að um þessar mundir sé meira teflt í Danmörku en nokkru sinni, fyrr, og eru útvarpsskákirnar fyrst og fremst taldar orsök þess. — Sem dæmi um það, hve skák-áhuginn er almennur, kveðst danska útvarps- blaðið hafa snúið sér til 50 Kaup- mannahafnarbúa og spurt þá, hvort þeir fylgdust með útvarpsskákinni. Yngslu hluslendurnir fylgjast líka me& úlvarpsskákinni: — Ekki svona ákafur, bróTtir ... Vss! ... Hlustaðu á, lwaó þul- urinn scgir, og svo getum vió séð, hvort þeir fyrir norðan hafa le.ikió af sér . .. ! 43 af þeim 50, sem spurðir voru, gerðu það. Eins og kunnugt er, hefur að und- anförnu staðið yfir útvarpsskák milli Akureyringa og Reykvíkinga, og hafa leikirnir jafnan verið lesnir í hádegisútvarpinu. Skák þessari er nú nýlega lokið með sigri Reykvíkinga. • Vitað er, að fjöldi manna hefur fylgzt með skákinni, þótt engin skoð- anakönnun hafi farið fram um, hve mikill hluti hlustendanna hafi gert það. Annars gæti það út af fyrir sig verið fróðlegt, að heyra raddir um það, hvernig mönnum fellur þessi nýbreytni í útvarpinu hér.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.