Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Blaðsíða 22
214 ÚTVARPSTtÐINDI Eitt snjallasta skáldverk, sem skrifað hefur veri.8 á Norðurlöndum: N Ó A T Ú N eftir Wilhelm Heinesen. Nóatún lýsir af frábærri snilld frumbýlingsbaráttu fátæku fiski- mannanna í Færeyjum, sem bi'jótast í að eigiiast lítinn, friðsælan blett, kálgarð og túnblett, til að geta framfleytt einni kú og bát til að fiska á í soðið handa litlu, svöngu munnunum. Annars lifa þeir lífi sínu við illt viðurværi, ónógan klæðnað og illan aðbúnað á færeysku skútunum, sem fiska við strendur íslands. Flestir íslendingar kannast við færeysku skútukarlana, sem stundum hér áður sáust ganga um göturnar. Fæstir munu hafa reynt að setja sig inn í kjör þessara bláfátæku fiskimanha, og enn færri vitað noklcuð um heimili þeirra í nágrannalandi okkar, Færeyjum. Flestir þessarra manna eiga hóp barna, sem býr við stöðugan ótta um ill örlög, fregnir um að skútan, sem faðir þeirra var á, hafi farizt, eða að grjótskriða félli í snarbröttum fjöllunum fyrir ofan bæinn — ofan á húsið þeirra. Bók Heinesens lýsir af óvenjulegri snilld lífi og kjörum þessa ein- kennilega fólks, sem býr við svo ótrúlega erfið kjör, en lifir sérstæð- ara og einkennilegi-a menningarlífi en nokkur önnur þjóð í heimi. Bókin er komin í allar bókaverzlanir. NÓATÚN kostar í mjög fallegu bandi kr. 40. Helgafell Garðastræti 17 — Laugavegi 100 — Aðalstræti 18 — Njálsgötu 6h Baldursgötu 38 — Austurstræti 1

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.