Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 221 Heimsókn norska þjóð- leikhússins SEX af kunnustu leikurum Norð- manna frá þjóðleikhúsinu í Oslo hafa dvalið hér að undanförnu í boði Leikfélags Reykjavíkur, ásamt þjóð- leikhússtjóranum, Knud Hergel. Hef- ur leikflokkurinn haft hér sjö sýn- ingar á einu kunnasta og stórbrotn- asta leikriti Henriks Ibsens, „Ros- mersholm," og má óhikað telja þetta merkasta leiklistarviðburð hér á landi, enda mun hans lengi minnst í sögu leiklistarinnar hér. Auk þess komu svo norsku leik- ararnir hér fram á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí og lásu þá upp úr verkum ýmsra norskra skálda og rithöfunda, og loks hafa þeir allir ásamt þjóðleikhússtjór- anum komið fram í útvarpinu. Ætlunin mun hafa verið að út- varpa að minnsta kosti nokkrum hluta ,,Rosmersholm“ meðan leik- flokkurinn dvaldi hér, en vegna erfiðra skilyrða var ekki hægt að útvarpa frá Iðnó, þar sem leik- sýningarnar fóru fram. Þegar þetta er 'ritað er heldur ekki vitað hvort hægt muni að taka leikinn upp á plötur, eða hvort yfirleitt nokkru verði útvarpað af sýningu norska þjóðleikhússins hér, og er það vissulega skaði, ef það verður ekki gert. Ekki er hér rúm til þess að 'rekja Framh. á bls. 228. Knud llertjél þjóðleikhússtjóri. Agnes Mowinckel sem maddama Helseth Hún er jafnframt leikstjórinn.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.