Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 10
226 ÚTVARPSTlÐINDI ákvarðanir, sem teknar eru á stríðs- árum, eru ekki ávallt til heilla, þegar friður kemst á. Löndin fyrir botni Miðja'rðarhafs- ins urðu að vígvelli, og Palestína þar með. Tyrkir, sem réðu ríkjum suður að Egyptalandi, gengu í stríðið með þjóðverjum. Bretar réðu hins vega’r fyrir Egyptalandi og hófu þeir mikl- ar sóknir þaðan inn í lönd Tyrkja. Þessi hernaður var allur hinn ævin- tý’ralegasti og gekk oft á tíðum seint og erfiðlega, enda landið illt yfirferðar og gistingar fyrir þá, sem aldir eru upp í kaldari löndum. Bretar tóku um síðir Jerúsalems- borg í desembermánuði 1917. Nú víkur sögunni til Lundúna- borgar, þar sem brezka ráðuneytið, er hafði alla stjórn styrjaldarinnar á hendi fyrir Breta, sat og fjallaði um me'rkari stjórnmál. Gyðingar höfðu veitt Bretum vel í styrjöld- inni, ekki aðeins enskir Gyðingar, heldur margir fleiri, og meðal ann- ars sýnt mikinn áhuga á að endur- heimta Palestínu úr höndum Tyrkja. Þótti nú rétt að veita Gyðingum einhverja umbun fyrir velvild þeirra og varð þetta orsök hinnar frægu Balfour yfirlýsingar, sem gefin var út í London fimm vikum áður en hersveitir Allenbys gengu inn í Jerúsalem. Yfirlýsing Balfou'rs lávarðar var á þá leið, að komið yrði á fót þjóð- arheimili fyrir Gyðinga og skyldi það vera í Palestínu. Þetta átti þó að gerast ,með því skilyrði, að ekki væri gengið á rétt annara þjóða í landinu, hvemig sem það gat orðið. Þetta loforð Balfou'rs lávarðar fyrir ensku stjórnina, þessi fræga Balfour yfirlýsing, er hornsteinninn að Palestínudeilunni. Gyðingar fögn- uðu þessu ákaft og byrjuðu þegar að undirbúa mannflutninga til Pale- stínu. Þegar yfirlýsingin var gefin, var aðeins 20% íbúanna í Palestínu Gyðinga'r, en 80% Arabar. Þess er þó að gæta, að Arabar voru að meira eða minna leyti sigruð þjóð og illa leikin eftir styrjöldina, og þeir átt- uðu sig ekki strax á því, hvað þeir áttu í vændum, enda hefðu þeir lítið getað gert til að hindra það. Þegar málum landanna við botn Miðjarðarhafs var skipað efti’r styrj- öldina, fengu Frakkar Sýrland og Libanon, en þessi lönd hafa síðar hlotið fullt sjálfstæði. Transjórdanía hlaut sérstaka stjórn og síðar fullt frelsi, en Bretum var falin um- boðsstjórn í Palestínu. Það er þetta umboð til að stjó’rna landinu, sem þeir lögðu niður 15. maí s.l., og hófst þá stríðið, sem nú geysar. Gamla þjóðabandalagið staðfesti þessa skipan, og á árinu 1920 var sett upp borgaraleg stjórn í Pale- stínu undir forustu brezka lands- stjórans Sir Herberts Samuel. Nú tóku Gyðingar til óspilltra málanna og fluttust í stórum hópum til Palestínu. Nutu þeir höfðinglegs stuðnings frá hinum auðugu kyn- bræðrum sínum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Flestir innflytjendanna komu frá Mið-Evr- ópu, þar sem Gyðingahatrið hafði verið mest og þeim hafði tekizt verst að samlagast íbúunum. Vo'ru þetta ötulir bændur og dugnaðar- menn, og reistu þeir fyrirmyndarbú, hófu nýjan iðnað og byggðu nýjar borgir. Gyðingar settust fyrst og fremst að á strönd landsins helga,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.