Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 229 Erik Hassin: Barátta um peninga og list Smdsaga „SVO AÐ þetta nefnir þú lista- verk,“ mælti Lindelin fo’rstjóri og horfði fyrirlitlega á málverkið á myndagrindinni, sem stóð í einu horni vinnustofunnar. „Það er táknrænt, frá mínu sjón- armiði séð,“ svaraði Pétur systur- sonur hans. „Ég er alveg sannfærður um, að þetta err mjög dýrmætt mál- verk — það er listaverk.“ Lindelin forstjóri svipaðist um í vinnustofunni og rannsakaði mál- verkin. Allir veggir voru þaktir myndum, en honum fannst lítið til þeirra allra koma. ríkin sneru baki við skiptingu, og komu fram með nýja tillögu um nýja umboðsstjórn til bráðabirgða. Við þetta komst allt á ringulreið, svo að ekkert var gert og var því engin stjórn til að taka við af Bret- um, er þeir drógu fána sinn niðu'r í Jerúsalem 15. maí, eins og þeir höfðu tilkynnt fyrir löngu síðan. Árangurinn varð, eins og landsmenn hafa heyrt í fréttunum, að Gyð- ingar lýstu yfir stofnun Israels, hins nýja Gyðingaríkis, sem hlaut viðu'rkenningu Bandaríkjanna, Rússa og fleiri þjóða. Arabaríkin hófu síð- an innrás í Palestínu og er allt út- lit á blóðugri styrjöld, sem enginn veit hvernig endar. ,Þetta er það bezta, sem ég hefi nokkru sinni séð málað“, mælti Pétur. „Það efast ég heldur ekki um,“ sva’raði forstjórinn hæðnislega. „Hvað sýnist þér um þetta, Elísa- bet?“ Kona málarans, sem hafði dregið sig í hlé og stóð úti við einn vegg- inn í vinnustofunni, roðnaði ofur- lítið. „Mér finnst þetta vera stórfeng- leg mynd,“ svaraði hún. „Alveg rétt, Beta,“ sagði Pétur. „Skírnarnafn konu þinnar er Elísabet," sagði Lindelin forstjóri einbeittnislega. „Það veit ég líka, en á veturna, þegar dagarnir eru stuttir og kaldir, hefi ég vanið mig á að kalla hana Betu; það er meiri ylur og birta í því, finnst ,mér,“ sagði Pétur. „Hum, tja,“ rumdi í Lindelin for- stjó'ra. „Mér leyfist ef til vill að spyrja um, hvað það var, sem þú vildir mér hingað?“ „Ég ætlaði að fá að tala ofur lítið við þig í skrifstofu þinni, eins og ég sagði þér í bréfinu,“ svaraði málarinn. „Ég veit að á bak við þitt káldranalega yfirbragð slær þrátt fyrir það hlýtt og raungott hjarta.“ „En útlit þitt er þannig, Pétur, að ég kæri mig ekki um heimsókn þína í skrifstofuna. Hvað skyldi

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.