Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 17
Otvarpstíðindi 233 yfirgefinn af öllum nema sinni trú- föstu eiginkonu. En þá var það, að virðulegur og velbúinn maður kom inn í herbergið og tók að virða fyrir sér myndir listamannsins, og eftir skamma stund var hann orðinn gagntekinn af hrifningu. Þegar í stað festi hann kaup á öllum mynd- um unga listamannsins, skrifaði ávísun fyrir upphæðinni, sem hann greiddi fyrir þær og rétti honum hana. Maður þessi var forstöðumað- ur þjóðlistasafnsins. En þetta skyndilega fjármagn, sem listamaðurinn hlaut, kom hon- um þó að litlu gagni — það hafði komið of seint. Að vísu var hann nú búinn að fá viðurkenningu, og nafn hans varð frægt, en hann naut frægðarinnar skammt, því þetta sama kvöld lézt hann í örmum konu sinnar í litla kvistherberginu þeirra. Að vísu voru þeir ekki margir, sem horfðu á þessa sýningu, sem komust við; en frú Lindelin grét. Þetta var svo sorglegt, svo hræði- lega átakanlegt, fannst henni. Og þegar hún kom út úr kvikmynda- húsinu, varð henni ósjálfrátt hugsað til Péturs, og að ef til vill væri margt líkt um hann og listamann- inn, sem myndin hafði fjallað um. Hann bjó í raun og veru við sams konar kjör. Engin trúði á hann eða skildi hann nema konan hans og engin vildi hjálpa honum. Ef til vill var hann orðinn aðframkominn af skorti, og á sama tíma gekk hún, frú Lindelin, með peninga þá 1 tösk- unni, sem honum höfðu verið ætl- aðir. Frú Lindelin var stundum tilfinn- inganæm og áhrifagjörn. Að sönnu hafði henni aldrei verið neitt um Pétur gefið, en á þessu augnabliki meðan hún var undir áhrifum frá kvikmyndinni, hugsaði hún hlýtt til hans. Skammt frá kvikmyndahúsinu var pósthús. Þangað fór hún og skrifaði í skyndi póstávísun að upp- hæð fimm hundruð fcrónur, sem skyldi send Pétri. Þegar hún gekk aftur út úr pósthúsinu fann hún notalega tilfinningu streyma um sig. N ú sannfærðist hún um, að hún væri brjóstgóð kona, sem hafði gleði af því að fórna einhverju fyrir aðra. Mánuður leið, en þá hitti Linde- lin forstjóri Pétur frænda sinn á götu. ,,Þú ert ekki ennþá dauður úr hungri,“ sagði Lindelin. „Var þér ekki fleygt út af vinnustofunni ?“ „Nei,“ svaraði Pétur. „Þá hlýtur einhver blábjáninn að hafa orðið til þess að hjálpa þér um peninga," mælti hann kuldalega. „Það fór eins og ég bjóst við,“ sagði listamaðurinn. „Forlögin réttu mér hjálparhönd. Einhver velgerðar- maður minn sendi mér fimm hundr- uð krónur, svo að nú hef ég getað haldið sýningu á verkum mínum.“ „Og varstu ekki settur á geð- veikrahæli til rannsóknar, þegar fólk sá þessi óslcöp? Mig undrar hversu fljótt þú hefur verið látinn laus aftur!“ „Lest þú ekki blöðin, Lindelin frændi?“ spurði Pétur dálítið hreyk- inn. „Hefur þú ekki séð, að ég fæ einróma lof listgagnrýnendanna, og ég hefi selt þrjú málverk fyrir geysi mikið fé?“ „Fimm hundruð krónur, fimm hundruð krónur!" tautaði Lindelin

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.