Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Blaðsíða 18
234 ÚTVARPSTÍÐINDI forstjóri með sjálfum sér, og þegar hann kom heim, mælti hann við konu sína: „Þú hefur aldrei sýnt mér það, sem þú keyptir fyrir fimm hundruð krónurnar, sem ég lét þig hafa á dögunum." „Ég keypti heldur ekkert fyrir þær,“ svaraði frúin. „Ég skal segja þér sannleikann um þessa peninga. Ég kenndi svo mikið í brjósti um Pétur vesalinginn og konuna hans. Ég gat ekki hugsað til þess að kaupa mér föt fyrir peningana, sem þau áttu að fá, einmitt á þeim tíma, þegar þau höfðu ef til vill ekkert að borða. Ég sendi þeim peningana, án þess að geta þess hver sendand- inn væri. Þú verður að lofa því að segja Pétri aldrei frá þessu. Finnst þér, að þetta hafi verið rangt af mér?“ „Nei, það var ljómandi fallega gert,“ mælti Lindelin ánægjulega og brosti. „Ég hefi um skeið verið þeirrar skoðunar, að þú hugsaðir mest um sjálfa þig, en nú hefi ég sannfærst um að svo er ekki, og að þú vilt gera öðrum gott. Þetta gleður mig mjög mikið.“ Þetta sama kvöld fóru þau Pétur og kona hans í kvikmyndahús og sáu kvikmyndina um fátæka lista- manninn, sem unni listinni af heil- um huga, en hlaut sína fyrstu við- urkenningu í dauðanum. Pétur varð ekkert hrifinn af kvikmyndinni, og þegar hann gekk heim á leið að sýningunni lokinni, mælti hann: „Þetta er alltof sorg- leg mynd. Maðu'r hefur ekkert gott af því að sjá svona myndir. Það ætti helzt ekki að sýna þær. Eina bótin er, að það trúir þeim engin og tekur þær ekki alvarlega. Hann vissi það ekki, að hefði frú Lindelin ekki séð þessa mynd og tekið hana alvarlega, myndi hann ef til vill en vera fátækur og óþekkt- ur listamaður.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.