Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 9
ÚT V A RPSTÍÐINDI 240 una sína. „Við erum búin að útræða það mál“, sagði hún um leið og hún steig út úr bifreiðinni. „Þú ert kom- inn af léttasta skeiði". Hann jók ganghraða vélarinnar örlítið. „Af hverju gengurðu ekki með hanzkana þína? Ertu búinn að týna þeim?“ Walter Mitty dró hanzkana upp úr vasa sínum. Hann lét þá á sig, en þegar hún var farin inn í húsið og hann þurfti að stoppa við rautt umferðaljós, tók hann þá aftur af sér. „Áfram með þig, kunningi", hreytti lögregluþjónninn út úr sér, þegar græna ljósið kom. Hann kippti aftur á sig hönzkunum og steig á benzínið. Svo ók hann stefnulaust u.m bæinn nokkra stund, en fór svo framhjá sjúkrahúsinu á leiðinni að bílastæð- inu. .... „Það er vellauðugi banka- stjórinn, Wellington McMillan“, sagði fallega hjúkrunarkonan. ,,Nú, einmitt“, sagði Walter Mitty og tók af sér vettlingana. „Hvers sjúklingur er hann?“ „Dr. Renshaw og dr. Benhow hafa með hann að gera, en svo eru komnir hingað tveir sérfræðingar, dr. Rem- ington frá New York og dr. Pritc- hard-Mitford frá London. Hann flaug hingað í skyndi“. Hurðin fram á langan, svalan gang opnaðist og inn kom Renshaw læknir. Hann virtist áhyggjufullur og þreytulegur. „Halló, Mitty!“ sagði hann. „Okk- ur gengur bölvanlega með McMillan. Þú veizt, vellríkur bankastjóri og einkavinur Roosevelts ....... Hvað segirðu um að líta á hann?“ „Gjarna“, sagði Mitty. 1 skurðastofunni var hvíslast .á kynningum. Dr. Remington, — dr. Mitty. Dr. Pritchard-Mitford, — dr. Mitty. „Ég hef lesið bók yðar um strep- tothricosis“, sagði Pritchard-Mitford, þegar þeir tókust í hendur. „Afburða rit, herra minn“. „Þakka yður fyrir“, sagði Walter Mitty. „Ég vissi ekki, að þú værir í Banda- ríkjunum, Mitty“, tautaði Remming- ton. „Það er hreinn óþarfi að sækja mig og Mitford hingað, þegar þú ert við“, sagði hann. „Þakka lofið“, sagði Mitty. Stór og margbrotin vél, sem tengd var við skurðarborðið tók nú að gefa frá sér annarleg hljóð: pokketa, pokketa, pokketa. „Nýja svæfingavélin er að bila“, hrópaði læknanemi. „Það er ekki maður í landinu, sem getur lagað hana!“ „Hljóð, maður“, sagði Mitty lágri röddu. Hann gekk að vélinni, sem nú glamraði í: pokketa, pokketa, kvíp, pokketa, kvíp. Lipurlega þreif- aði hann á nokkrum gljáandi tökk- um. „Fáið mér sjálfblekung", sagði hann. Einhver fékk honum sjálfblek- ung. Svo dró hann út bilaðan vélar- hluta og stakk lokinu af sjálfblek- ungnum inn í hans stað. „Þetta dug- ar í tíu mínútur", sagði hann. „Hald- ið áfram með uppskurðinn“. Hjúkrunarkona gekk hvatlega að Renshaw lækni og hvíslaði einhverju í eyra hans, en Mitty sá hann fölna upp. „Coreopsie hefur komizt í skurð- inn“, sagði Renshaw hikandi. „Ef þú vildir taka við, dr. Mitty .... “ Mitty leit á hann og hinn aum-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.