Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 14.06.1948, Blaðsíða 22
262 ÚTVARPSTlÐINDT Víðgerð útvarpsstöðvarmnar ■Jr greinargerð útvarpsstjóra EINS OG ÁÐUR hefur verið getið í viðtali við útvarpsstjóra, er hér staddur verkfræðingur frá Marconi- félaginu í London, til þess að yfirlíta útvarpsstöðina og gera tillögur til endurbóta og viðgerða á henni. Samkvæmt greinargerð, sem út- varpsstjóri hefur síðar birt varðandi viðgerð stöðvarinnar, telur verk- fræðingurinn nauðsynlegt að eftir- farandi framkvæmdir verði gerðar við stöðina: 1) að setja upp 20 kw varasendi, 2) að framkvæma gagngerða viðgerð á eldri hluta sendisins og allar nauð- synlegar viðgerðir á yngri hluta hans, 3) kaupa og setja upp nýjan öldu- stilli, 4) að endurnýja kælikerfi send- isins og 5) birgja stöðina upp með öllum nauðsynlegum varahlutum. „Að fengnum öllum þessum ráð- gerðu umbótum", segir útvarpsstjóri, „má gera ráð fyrir traustum og trufl- unarlausum gangi stöðvarinnar, — en fyrr ekki“. Þá tekur útvarpsstjóri það enn- fremur fram í greinargerð sinni, að vegna skorts á varahlutum, hafi ekki verið unt að beita stöðinni til fullrar orku að undanförnu. Full orka stöðv- arinnar er 100 kw, en nú sem stendur er sent út á um það bil 80 kw, og mun svo verða, unz nauðsynlegir varahlut- ir eru fyrir hendi. Loks getur útvarpsstjóri þess, að nauðsyn beri til að auka orku Eiða- stöðvarinnar og koma upp lítilli end- uiwarpsstöð á Akureyri. Um síðast- nefndu framkvæmdina er það að segja, að leyfi hefur enn ekki fengizt hj á gj aldeyrisyfirvöldunum. SENDIÐ BRÉF í raddir hlustenda, og ræðið þar áhuganuíl yðar í sambandi við útvarpið, og látið í Ijós skuðanir yðar á hinu ýmsa efni, sem útvarpið flytur. TIMBUR og ýmsar aðrar byggingar- vörur er bezt að kaupa hjá stærstu timbur- verzlun landsins Timburverzlunin Völundur Reykjavík

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.