Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 363 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 50. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Útgefandi: H.f. Hlnstandinn. Prentað i lsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Nýja uppfinningin sem varla verður hægt að nota hér! EINS OG skýrt er frá á öðrum stað í þessu blaði, hafa Danir fundið upp tæki, sem getur mælt, hve marg- ir hlusta á útvarp. Þegar ritstjóra Útvarpstíðinda var sagt frá þessari nýju uppfinningu, lét útvarpsmaður þessi ummæli fylgja: ,,Það er ef til vill hægt að nota þetta tæki alls staðar í heiminum, en það er bara ekki hægt hér í Reykjavík". — „Og hvers vegna ekki?“ „Vegna þess að hér eru útvarps- tæki höfð í gangi án þess að hlustað sé, og það mun vera næsta einsdæmi meðal þjóðanna“. Mikið mun vera til í þessu hjá útvarpsmanninum. Vitað er, að hér í Reykjavík er það algengt, að út- varpstæki séu höfð opin án þess að nokkur sé að hlusta, og er þetta að sjálfsögðu hinn mesti ósiður. En ef geysimikil brögð eru að þessu, þá er vitanlega ekki hægt að nota mælingar tækisins til að dæma um hlustendafjölda. — En hvað sem því líður, er hér um mjög merkilega uppfinningu að ræða. Með henni er leyst vandamál, sem útvarpsmenn liafa löngum glímt við. Þegar tækið er fengið og það komið í notkun, verða úr sögunni deilurnar um hvað vinsælt sé og hvað ekki. Tækið hefur verið reynt í Danmörku og gefist vel. Vonandi fáum við það fljótlega hingað — og þá verður skorið úr deilunum um harmonikuna, jassinn og symfóníurnar. — Fyrir nokkru hélt kennari því fram í blaðagrein, að ungt fólk hlustaði yfirleitt alls ekki á útvarp. Þetta mun að vísu vera ofsagt, en í Reykjavík að minnsta kosti mun unga fólkið varla hlusta á annað en fréttir — og þó með hálfu eyra — og jassþátt Jóns M. Árnasonar. Ritstjóri Útvarpstíðinda var fyrir nokkru staddur á fundi, þar sem saman var kominn allstór hópur æskufólks. Hann spurði það: „Vegna hvers hlustið þið ekki á útvarp?“ Svarið, sem hann fékk, var svona: „Útvarpið! Það er ekki hægt að hlusta á neitt í því. Þar eru ein- tómar frásagnir af gömlum körlum og kerlingum, sem hafa lent í ein- hverju svaka ati, og svo sögur af gömlum bæjum eða hrossum og svo- leiðis. Það er aldrei neitt gaman“. — Ef til vill hittist þarna á heldur slæmt exemplar af ungu fólki, en gera verður sérgrein fyrir því, að svona hugsar allstór hópur æsku-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.