Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 4
364 ÚTVARPSTÍÐINDI fólks. Ekki er frá þessu sagt hér í þeim tilgangi, að útvarpsráð fari að elta svona villinga. En þarna liggur eitt vandamálið, sem nú er rætt. Útvarpið er einn bezti heim- ilisvinurinn. Það ætti að geta haldið ungu fólki heima, en það gerir það ekki eins og skyldi. Ungt fólk hlust- aði mjög mikið á þáttinn lög og létt hjal, en gefist var upp við hann. Þegar þetta er ritað, hefur út- varpsráð enn ekki gengið að fullu frá vetrardagskránni, en hún er í undirbúningi, og eru nokkrir liðir þegar ákveðnir. Að efni til mun dagskráin ekki verða mikið frá- brugðin vetrardagskrám undanfar- inna ára, þó að ýmislegt nýtt efni verði á boðstólum. í vetur mun Einar Ólafur Sveinsson prófessor ekki lesa fornsögu, og mun það verða vonbrigði fyrir marga, því að Einar Ólafur hefur notið óskoraðra vin- sælda í því starfi undanfarið. Ekki er Útvarpstíðindum kunnugt um það hver fenginn verður til að lesa forn- rit eða hvaða saga verði tekin til lesturs, en vonandi tekst hvoru- tveggja vel. Útvarpssagan Jane Eyre er nú loksins búin. Þessi saga í með- ferð Ragnars Jóhannessonar skóla- stjóra, hefur orðið mjög vinsæl, en ýmsum hefur þótt hún helzt of löng. Útvarpssögur mega helzt ekki vera lengri en það, að þeim sé lokið með 25 lestrarkvöldum. Nú er stutt saga lesin, en næst kemur ný skáldsaga eftir Sigurð Heiðdal, og mun Brynj- ólfur Jóhannesson leikari lesa hana. Þessi nýja skáldsaga Sigurðar Heið- dal, sem virðist nú aftur ætla að gerast allmikilvirkur skáldsagnahöf- undur, eftir margra ára hlé, heitir Framh. á bls. 377 oooooooooooooooooooo RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Síml 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjómin) hefur yfirstjóm hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 siðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöínun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Simi fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Síml verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landa- menn þurfa að eiga kost á því, að hlujta á æðaslög þjóðlifsins; hjartaslög heims- ins. Ríkisútvarpið.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.