Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 8
36S • ÚTVARPSTÍÐINDI Um Látra - Björgu ÚTVARPSERINDI SIGRIÐAR EINARS. FRÁ MUNAÐARNESI Þótt tvær aldir séu liðnar frá því Látra-Björg var uppi, lifa enn margar af vísum hennar á vörum þjóðarinnar, einkum meðal eldri kynslóðarinnar, en samt er því lík- ast, sem yfir nafn þessarar mikil- hæfu og sérstæðu skáldkonu sé nú farið að fenna og furðulegt er hve sjaldgæft er að sjá vísur eftir Látra- Björgu í úrvalssöfnum vísna og ljóða hinna seinni tíma. Sumar af vísum þeim, sem eign- aðar hafa verið Látra-Björgu, hafa einnig verið eignaðar öðrum höf- undum, eins og oft vill verða, þegar vísur fljúga landshorna milli, og erfitt, þegar aldir líða, að komast fyrir hið sanna. Þó virðist svo sem hennar sérstæðu höfundareinkenni skeri ótvírætt úr um mörg af ljóð- urn hennar og vísum, svo að varla verði um deilt. En nú virðist svo sem þeim fækki óðum, e ljóð hennar kunna og muna eða bera nokkur veruleg kennsl á þessa stórbrotnu og gáfuðu skáldkonu, sem engan hefur átt sinn líka, og vafasamt hvort nokkur ís- lenzk kona hefur ort betur en hún, þar sem henni bezt tekst. Vísur hennar eru heilsteyptar og þar er hvorki prjónað aftan eða framan við, og ekkert af vanefnum gert. Ljóð hennar eru náttúrleg og hisp- urslaus, og gædd þeim lífsanda, sem gefur þeim varanlegt gildi, og mörg eru þau bráðskemmtileg. Hún strýk- ur þau töfrasprota sínum, en hrynj- andi þróttmikils og fagurs máls, sem hún kann á góð tök, er sem undiralda í ljóðum hennar, og þau bera vott um ágæta smekkvísi og siðfágun, sem varla bregst, og næma kímnigáfu, en gamansemi og létt- leiki einkenna einkum ljóð hennar frá yngri árum, enda þótt ekki sé vitað með vissu, hvenær flest ljóða hennar hafa ort verið, má af ýmsu ráða frá hvaða tímum sumar vísur hennar og kvæði eru. Kvartanir og kveinstafir heyrast vart af hennar munni, enda þótt ólíklegt sé, að ævikjör hennar hafi verið slík, að aldrei hafi angur að henni sótt, þar eð hún varð að lifa á vergangi mörg hin síðustu æviár, og hefur að sjálf- sögðu dáið í mestu eymd eins og aðrir, sem féllu úr hor í móðuharð- indunum. Aðeins í vísu þeirri, er hún kveður við Stefán amtmann á Möðruvöllum, líklega 1783, eða árið áður en hún lézt, kennir nokkurs sársauka, en þó öllu fremur stolts, enda er svo að sjá sem henni hafi þar stórlega brugðist vonir. En sagt var, að eitt sinn, þegar Björg var á vergangi að finna vini sína, þá er greiddu fyrir henni, hafi hún komið að Möðruvöllum í Hörgárdal og var þar þá Stefán amtmaður Þórarins- son. Gatzt honum allilla að vergangi og betli. Spurði hann konui Bjargar

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.