Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 10
370 ÚTVARPSTÍÐINDI er hún var róin frá Látrum að hafa kveðið þessa vísu, þá lítið aflaðist: Sendi drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá sem falleg er full hálf þriðja alin.*) Eitt haust réri Björg á Látrum, þótt lítt væri það þá venja nyrðra, að konur réru að fiski. Var það þá í sátri, að stormur var sunnan og báðu þá skipverjar Björgu, að hún léti þá njóta listar sinnar og kvæði niður kreppu þá, er erfið mundi á landi, ef hún væri kraftaskáld og mætti því orka. Björg létzt ei vita hvað því liði, en kvað þá: Bið ég höddur blóðugar þótt bregði upp faldi sínum Ránardætur reisugar rassi að vægja mínum, og lygndi sem á daginn leið, því .fjallakast hafði verið um morgun- in, en gekk í útnyrðing, er á leið, svo byr varð í land. Sagt var, að kona ein á næsta bæ við Látra ætti ær svo óspakar í högum, að hún fékk eigi hamið og fengi af Björgu að spekja þær með vísu, en hún hefði komið á stöðul- inn og kveðið nokkrar vísur og sé þetta ein: Kxæfst ég allra krafta lið kvæðið sé eflandi að aldrei fjalla fálur þið farið úr heimalandi, og færi þá svo, að heim kæmu ærnar hvert mál á haust fram, en þetta var nokkru eftir fráfænxr. *) Sumir hafa síðustu ljóðlínuna þannig: fyrir sporðinn alin. En á þeim tímum voru hjátrú og ýmsar bábiljur mjög ofarlega í hug- um fólks og lítið þurfti til að styrkja það í trúnni á kraftaskáldskap og önnur slík hindurvitni. Um kaupmann á Akureyri, er Kristján Bastján var nefndur og þótti dýrseldur á tóbak, yrkir Björg þessa glettilegu vísu: Tjáir ekki að biðja Bast, Bastján kemur ekki fyrst laufið selur hann með hast og hastai’lega sver við Krist. Um annan kaupmann, sem oft hafði vikið að henni góðu og Lauritz Barmer var nefndur, yrkir Björg fyrst þetta kvæði, þá er hann flytur burtú af landi: Far nú burt með Fróða mél frjáls við krambúðina borðið, met, kvarða, pund sem pel pennan og bókina fyrr sú myndi fagrahvel flgy bera’ um kólguna Lauritz kaupmann svo lifi vel lukku upp á reisuna. Far vel kaupmann með frið og náð fluttur af englunum þín ferð um jarðar glýju gráð greidd sé af vindunum elti þinn knörr með afli og dáð að Eyrarsundshöfnunum fylgi þér jafnt um lög og láð lukkan með heiðrinum. Og annað sinn yrkir Björg, þegar annar er tekinn við eftir Barmer, sem henni líkar rniður, líklega eftir lát hans:

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.