Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 12
372 ÚTVARPSTÍÐINDI Um Látrakleifar yrkir hún svo: Látrakleifarnar ljótu iítast mér nær því hvítar. Fullar af fönn að innan og frosti, er eyða kann kosti. Svellur að Eilífsám illa, • olla því skollar óhollir. Kvöi er að Kartnanna giljum, því kórónað hefur þær snjórinn. Ekki hefur Látra-Björgu orðið að vandræðum, þótt hún glímdi við þungar og erfiðar rímþrautir: Boli alinn baulu talar máli, bítur og heitir Litur, nautið hvíta. Stingur á engjar ungur sprangar laungum undan stundum skundar grund til sprundar. í gufu kofa kræfur sofið hefur, kul ei þolir bola svalur skolijm. Exin vaxinn uxann loksins saxar ýtar nýtir éta ket í vetur. Björg kom í Viðey. Voru þar bræður tveir, Egill og Gunnar, og höfðu ráðskonu eina. Björg kom þar í eldhús, sem gerður var grautur og sleikti hún grautinn með fingri, en ráðskona reiddist, sem ekki var að undra. Þá kvað Björg og gerði ráðskonu upp orðin: Slíkt má ei líðast lengur, lystug svaraði .menjabrú. Ilver ólukkinn að þér gengur ofan í pottinn veður þú grautnum svo gerir stela með gráðugri þjófahönd. f maganum muntu hann fela, mér sýnast efnin vönd. Gunnar og Egill ekki úr þínum eta klóm seimsrunna svo ég þekki, sjáðu nú hér minn dóm. Björg átti tvo bræður, hét annar Björn, en hinn Jón. Þegar Jón bróð- ir hennar kvæntist, hélt hann veizlu, en bauð eigi Björgu. Sendi hún þá brúðkaupsvers og bað syngja það áður staðið yrði upp frá borðum. Kvað hún það þakklæti fyrir veit- ingar. Er kvæðið svona: Orð og hendur mér falla fljótt af freku sælgæti því, er dynur yfir mig dag og nótt, þá dett ég veizluna í burðugur þegar baugatýr beskikkar heiðursdag og jötunsraddar jörðin skýr játar þeim ráðahag. Öldrukknir sitja ýtar þar einninn konur og meyjarnar. Skörugt þá lætur skenkja á skálamar brúðguminn. Af ákavítinu eg sit hjá öldungis fordrukkin, hljóðfæri og bumbur hljóma þá, harpan og simfóninn. Eitt sinn kom Björg heim frá kirkju og sagði svo tíðindi: Maður keypti motrarþöll mengrund barn sér græddi. Kona leidd var Krists í höll, kálfinn baula fæddi. Og um hettuna sína mórauðu yrkir hún: Hettan mín, hettan mín, æ hettan mín,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.