Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 373 betur holl berum koll er blíða þín en kóróna yfrið fín eðalsteinum búin sín sem Ófírs gulli öll í skín, öll í skín, öll í skín. (Endurtekningarnar eiga senni- lega við um lag, sem kvæðið er ort undir). Um ána sína yrkir Björg: Vantar sápu svörtu Kápu mína um hana drápu yrkja skal er um rápar fjallasal. Hún kann ekki hrings að blekkja þilju, hún vel þekkist heims um bý, hennar flekkir valda því. Og um hryssu, sem hún átti, orti hún þessa hringhendu: Skjóna sprangar skriðulétt skeifna bangar löndin. Háls og vanga hringar nett hún við stanga böndin. Formaður einn var að sögn á Fjörðum, er þótti þungur til vinnu og lítill sjósóknari. Hann kvað um Björgu: Finnst á Hóli faldaeyk fallega skjót á láði. Hún um dagmál heiman veik, um hádegi að Botni náði. En Björg svaraði aftur og er þó fleirum einnig eignuð sú alkunna vísa: Latur maður lá í skut, latur var hann, þegar hann sat, latur fékk oft lítinn hlut, latur þetta kveðið gat. Oft bregður Björg á glens og yrkir mörg grínkvæði. Eitt er um það, er hundur sveikst frá Jóni nokkrum: Jón kallar hátt á hund hundurinn gegnir ei. Ei ber hann ljúfa lund, lundillt er þetta grey, greyið, sem hljóðar hátt, hátt eins og grenji Ijón, ljóns ber hann geðið grátt, gráttu’ ekki rakkann Jón. Mikið er til eftir Björgu af vísum um sjóinn og sjósókn, enda hefur hún þar liaft reynslu mikla, þar eð hún réri til fiskjar lengi framan af ævi. Get ég að þessu sinni aðeins tekið örfáar: Grenjar hvala grundin blá geðs af kala stórum. Berg við gala og brotna þá bylgjur Valakletti á. Storðar linda stökkur mær sterk á Rindaelju skorðum hrinda nökkva nær norðanvindur klöklcva fær. Eitt sinn er Björg var á sjó og tók andróðri svo nær lá skipverjar mundu eigi landi ná, kvað hún þessa skrítnu vísu: Ég má amla jálki hlés jafnt og svamla um bálka flés fínt er að damla fálka trés fyrir gamla Kjálkanes.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.