Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Blaðsíða 24
384 ÚTVARPSTÍÐINDI Svo kvaö A. G. í Reykjavík einn morgun síöla í september, þegar liann kom út í garðinn sinn: Fyrsta lirímiö féll í nótt, fölnuðu blóm og stráin. Læddist feigðin létt og hljótt — Litla fjólan dáin. AFMÆLISVÍSUR til fyrrverandi kaupmannns Kristjáns Gíslasonar á Sauðárkróki. — Svo kveður Björn frá Gili: Það munu flestir sanna satt, sem Einar beitinn sagði, þú hefur margan gestinn glatt með góðu vinabragði. Enn þú gengur liress og hár og hreyfir spaugi hlýju, þó farin séu farsæl ár fimm og áttatíu. Gott átt þú að geta veitt gleði af nægtaborðum. Þó allt í kring sé orðið breytt, ö'Sruvísi en forðum. Eins og gengna gæfuslóð gæfan fylgi bjarta. Fögur aftan geyslaglóð gleðji sál og hjarta. ÉG AÐ ÖLLUM HÁSKA HLÆ. Niels Jónsson, skaldi, (1786—1857) orkti þessa alkunnu vísu: Ég að öllurn liáska hlæ á hafi sóns óþröngu. Mér er sama nú, hvort næ nokkru landi eða öngu. MITTISBAND 19. ALDAR kalla'Si liann mikinn kvæðabálk. I lionum eru þessi erindi meðal annars: Nú er von mín öll á enda, aldrei framar mig það henda kann, að eiga kofa ráð. Varla tjáir við að dvelja, verð ég liokrið burt aS selja, þuri’abúð svo þiggja af náS. Get ég ei lengur vetti valdið, en verkafólks afskamta haldið útgjöldin, ei orðin rír. Hver, sem vill, því hrósi gengi, hefi eg verið nógu lengi höfðingjanna mjólkurkýr. Kúldaði ég upp krakka mína og kornung varð í þrældóm pína, vits þótt ei þeim varnað sé, þenkja fengu ei lært að lifa, lítið stauta, en ekkert skrifa, uppeldið þeim kemur á kné. Rafgeymavinnustofa vor f Garðcistrœti 2, þriðju hœð. annast hleðsiu og viðgerðir á viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins Kristján, margt ég þakka þér, þá við skiftum saman. Ef nú lítum aftur hér, ýmislegt var gaman.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.