Árdegisblað listamanna - 13.01.1925, Blaðsíða 2

Árdegisblað listamanna - 13.01.1925, Blaðsíða 2
áhuga fyrir hámarki þjóöarandans og skilja betur en áöur, — að þaö er hún, sem verö- ur að trúa áræöismanninum sem stýrir verkum------aS þaö er hþn, sem menta- maðurinn okkar kemur frá og þroskar sig til þess aö halda skildi fyrir hana út á viö -----og að það er hann, — sem kallar til þjóöar sinnar af tindum háborgarinnar um aö gleyma sér ekki, þó verkin séu oröin fjarskyld — og þó aö leiti beri á milli. Framvegis veröur skrifaö um háborgina í anda blaösins og um stílmenning Reykja- víkur. Loftur Guðmunðsson. „Filman“ í Nýja húsi Bjarna Jónssonar! Islendingar hafa gott af að sjá sjálfa sig á mynd, — — ef til vill er ekkert eins mentandi i nýtískulífi okkar, þegar um skólalærdóm er aö ræöa, eins og aö sjá sjálfan sig og verk sín — í litveldi kvik- myndanna. I Loftur Guömundsson hefir færst mikið i fang meö filmu sinni, og flytur blaö þetta honum þakkir fyrir, um leiö og þaö dæm- ir filmu þessa eftir þjóðfræðislegum lög- um listarinnar. En það hefir borið viÖ á mörgum sviðum í þjóðlífi okkar, að oflof hefir skaðað góöan vísir — og annaö það, að skilningsleysi og tómlæti liefir kyrkt eðlilegan þroska. Um áhrifin sem myndirnar gefa þegar filma þessi er á enda, mætti segja, aö alt of mikiÖ ber á veiðimannseöliðinu x ís- lenskri þjóð.------Lítill stundarfriöur er varla nokkurs staöar fyrir veiðiskap og sölu afuröanna. Hamfaraleg og miskunnar- laus veiði og umsetning aflans. — En aí- urðirnar sjást ekki að sama skapi á hintx andlega sviði filmunnar. Það vantar alger- lega, svo aö veiðignægð þessi sé réttmæt á ■siðaðra manna vísu.------Þó skal það tek- ið fram, að öll sú fyrirhöfn sem sýnd er • þarna fyrir okkar kæra þorski, — vekur þá kend, að dýr hljóti hann að verða eftir alt saman, en kend sú er tvíbend, eftir því hvaða þjóðir sjá hana.--------Og vel átti það við, að leiðendur útgerðarinnar í landi hefðu sýnt sig — komið þarna fram á vinnustofum sínum — hin gáfulegu andlit þeirra þurftu að koma þarna fi'am við starfið í sambandinu við umheiminn sem aflanum tekur á móti. Einnig þyrfti að sýna framfarirnar í ræktun landsins einmitt i sambandi viö auðsuppsprettur hafsins; einnig helstu menn verslunarstéttai'innar áttu aö vera þar. Svo þyrfti að sýna mentamenn Ýið áhuga- borð sín, — en einmitt þeir halda hugsun þjóðarinnar við — á bak við allan veiði- skapinn — tengja saman starfssviöin og lífga stritið til hærra réttlætis. Ef þetta kæmi fram á filmunni, mundi sjóhetjan okkar og bjargræðismaðurinn standa skýrara en áður — en sterkari og göfugri fyrir augliti áhorfendans — því þjóð er ekki bara ein einasta starfslína — heldur ótal xnismundandi leiðir og sviö sem unnið er á, hvert öðru til ágætis,---finn- ist þetta ekki hér á landi — getum við tæp- lega kallast annað en kynflokkur — og þvi síður sjálfstætt ríki. Allur þessi handagangur í öskju náttúr- unnar, sem filman sýnir, verður að hálf- gerðu villimannsæði, sem hvergi sér stað í ræktun jaröar eða umhyggju mannlegs anda á öðrum sviðum filmunnar — að vísu sést höfuðborgin, Reykjavík, eins og rnerki- leg stærð í íslensku þjóðlífi — og má kalla það andlegar afuröir hafsins — og við tök- um þeirri gjöf með þökk og lítum til him- ins, og sjá að hátt er yfir. — Mönnunum er skapað nóg rúm til borgarsmíðis unx fagrar bungur nágrennisins, og alheims- augað er tilbúið að sjá fagran stíl og göf- uga hallargerð — og listafögur torg. Og dagsljósið, sem gerir bæinn okkar bjart- an, eins og hann nú er — mundi ekki lýsa minna, þó borgarhliðin væri rneiri og heim- kynnin fegurri. Svo er enn nokkuð sem höfundur film- unnar sérstaklega þarf að athuga í fram- tíðinni, ef hann heldur áfram myndagerð sinni, sem vonandi verður, — sem sé það — að alt korni eðlilega fyrir sem sýnt er. Til dæmis má Itenda á, að þegar maðurinn sígur í bjargið, — þá stansar hann hvergi — til þess að athöfnin nái tilgangi þeirn sem um i-æðir, — hið stórfengilega og sú lipurð sem fylgir athöfninni, verður til-

x

Árdegisblað listamanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdegisblað listamanna
https://timarit.is/publication/733

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.