Prentarinn


Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 5
PRENTARINN 3 VÉLSETNING. IV. 2. Stafamótin. — Hafa skal hökin á stafamót- unum ávalt hrein, svo þau renni vel í safninu. Hæfilegt er aö renna þeim stafamótum, sem mest eru notuð, úr safninu tvisvar í viku, og bursta mótin og hökin. Séu stafamótin öll óhrein, verður að ná af þeim með strokieðri og þurka hliðarnar með tusku. Benzín má nota á mjög óhrein stafa- mót, sem t. d. lengi hafa legið á óhreinum stað og olía komist á, en vandlega verður að þurka þau yfir á eftir. — Varasl verður að láta olíu komast að leið stafamótanna um vélina. Séu steypumótin fáguð með olíu, verður að þurka þau vandlega yfir á eftir með hreinni tusku, til þess að olían smiti ekki á línuna, þegar mótið Iegst að henni; sömuleiðis skal forðast að taka á stafamót- unum með olíugum fingrum. Bogin stafamót eða með skemdum tönnum skal strax gera við eða setja til hliðar, sé ómögulegt að Iagfæra þau. Þegar stafamót festast í afleggjaranum, er orsökin venjulega lítilsháttar brún á hökunum, sem jafna skal með smágerri þjöl áður en þau eru látin í safnið aftur. Ending stafamótanna, án tillits til eðlilegs slits, fer í flestum tilfellum eftir meðferð þeirra í hring- förinni í vélinni. Það getur átt sér stað, að innan fárra mánaða séu öll algengustu stafamótin eyði- lögð, sem í öðrum tilfellum endast nokkur- ár. Er setjarans að sjá um, að þau gangi ekki óeðlilega úr sér. 3. Fleygarnir. — Það er mjög áríðandi, að halda fleygunum ávalt hreinum, og er hæfilegt að núa þá úr Ceylon-graphit tvisvar sinnum á dag. Setjist á þá málmagnir, sem nást ekki af á graphit- borðinu, verður að skafa þær varlega burt með Iátúnsstryki. Fleygarennunni verður einnig að halda vel hreinni, svo fleygarnir renni eðlilega á sinn stað. 4. Spýting. — Hún stafar venjulega af fljót- færni eða vangá setjarans. Aðalatriöið, til að fyrirbyggja hana, er aðgætni. Margt getur valdið spýtingu, t. d. of heitur málmur, því er áríðandi að temprun málmhitans sé ávalt í lagi (550° Fh., 288° C., 230° R.). En oftast stafar spýting af skektri Iínu, sem t. d. getur, eins og áður er sagt, komið af því að línan sé of rúm, eða þá að gleymst hefir að færa aðhald línunnar, sem hún rennur að í fyrsta lyfti, ef breytt hefir verið Iöngu máli í stutt; sömuleiðis ef línan hefir verið tví- hækkuð, bæði slegið undir og hækkað í hakanum. Sé spýtingin mikil, er ilt og vandasamt verk að losa blýið úr línunni og framhluta vélarinnar; þarf að viðhafa hina mestu varkárni til þess ekkert skemmist, og hugsa minna um þótt tölur verður tími fari til þess að koma vélinni í lag aftur. — (Frh.) G. H. TRVGGINGAR. Við og við hafa raddir heyrst um nauðsyn þess, að prentarar kæmu sér upp ellistyrktarsjóði. Frekar hefir þó oftast verið hljótt um það mál, ekki ómerkara en það er í sjálfu sér. Og orsökin mun að nokkru leyti liggja í því, að menn sjá sér ekki fært að leggja til ellistyrktarsjóðs veru- legt tillag ofan á þau háu iðgjöld, sem nú eru greidd ti! sjóða H. í. P. Þeirra skoðana hefir líka orðið vart, að jafn- fámennu íélagi og H. í. P. sé ofviða að koma upp slíkum sjóði og gera hann svo öflugan, að gagn verði að á næstu áratugum. — En þetta eru þeir þröngsýnu félagsmenn, sem vilja ekki sjá nauð- syn sjóðsins og gagn það, er af honum má verða, vegna þess, að þeir efast um, að þeir hafi sjálfir persónulega gagn af sjóðnum. Enn eru þeir til, sem vona að ríkisvaldið komi á almennum og víðtækum tryggingum og telja þegar byrjað á því (slysatryggingin), og þar af leiðandi sé ekki tímabært fyrir Prentarafélagið að stofna til þess stórfyrirtækis að koma á fót elli- styrktarsjóði fyrir meðlimi sína. — Að því skal engum getum ■ leitt, hvort þessi von á eftir að rætast í bráðina.1) Við lifum á mikilli tryggingaöld. Menn vilja hafa tryggingu fyrir sem flestu. í viðskiftalífinu eru þær taldar nauðsynlegar, svo nauðsynlegar, að án þeirra eru öll meiriháttar viðskifti ófram- kvæmanleg. Eignir manna eru trygðar gegn bruna, skemdum og jafnvel þjófnaði. Margir tryggja heilsu sína (eru í sjúkrasamlögum) og nú er svo komið, að mikill hluti verkafólks er trygður gegn slysum í Slysatryggingu ríkisins. Enn er ein tegund trygg- 1) Eftir aö þetta er skrifaö, hefir komiö fram á Alþingi þingsályktunartillaga um nefndarskipun til að undirbúa löggjöf um almanna tryggingar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.