Prentarinn


Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 6
4 PRENTARINN inga, ekki ómerkilegust en líklega óalgengust, og þaö er líítvygging. Allir hljóta aö vera sammála um það, aÖ ef nauösynlegt er aö tryggja eignir manna, þá er eigi síður nauösynlegt að tryggja lífið. í raun og veru er skylda hvers manns aö gera það, skylda gagnvart konu, börnum, foreldrum eöa öðrum þeim, sem menn eiga fyrir að sjá og eru vanda- bundnir. Hversu oft hefir þaö ekki komið fyrir, að konan og börnin, eða aldraðir og uppgefnir foreldrar, hafa staðið uppi allslausir og bláfátækir við fráfall „fyrirvinnunnar", sem svo «r stundum nefnd. Undir þeim kringumstæðum kemur líftrygg- ing að miklu gagni — að minsta kosti í bili. Tilgangur minn með línum þessum er að vekja athygli hinna yngri prentara á líftryggingunum og reyna að fá þá til þess að athuga með sjálfum sér, hvort það væri ekki einmitt nauðsynlegt fyrir þá að tryggja líf sitt. Það er hægt að tryggja sig fyrir eins hárri og lágri upphæð og til eins langs tíma og hverjum er hugleikið. Sömuleiðis eru til ýmsar tegundir líftrygginga. Um þetta alt er bezt að fá upplýsingar hjá líftryggingarfélögunum. Þau gefa ókeypis upplýsingar og borga — a. m. k. sum — læknisskoðunina, og það kostar ekkert að spyrjast fyrir. Ó. E. ÁRSHÁTÍÐ PRENTNEMAFÉLAGSINS Prentnemafélagið átti þriggja ára afmæli 14. febr. s. 1. — Hátíð þess var háð á „Hótel Skjaldbreið" og fór vel fram. Þátltakendur voru mun færri en verið hefir á tveim undanförnum afmælishátíðum. Prentnemar mættu flestir, en aðeins nokkrir prent- arar. Eigi virðist slíkt bera volt um að þeir virði félagsskap þenna mikils. Ekki virðast nemar eftirbátar prentara í óstund- vísi. Samkoman var sett 45 mínútum seinna en ákveðið var. — Þorvaldur Kolbeins setti sam- komuna og bauð gestina velkomna. Því næst var kaffi drukkið og kökur etnar. Slíku eru menn ekki óvanir og mun engum hafa þótt sú athöfn tilbreyt- ingarík. Þá mælli form. félagsins nokkur orð fyrir minni þess, og var því næst sunginn félagssöngur prentnema. Jón H. Guðmundsson prentari stóð þá upp. Hann sagði nokkur sniðug orð og settist slðan. Var nú setið og skrafað drykklanga stund. Hóf þá máls Sveinbjörn Oddsson prentari og sagðist vel. Ræða hans andaði hlýju í garð prent- nema, og lýsti fullum skilningi ræðumanns á til- gangi nema með félagsskap sínum. Þegar Svein- björn hafði lokið ræðu sinni, var staðið upp frá borðum. Lék Oliver Guðmundsson nokkur lög á harmoniku sína. Því næst las J. H. G. hniltna og skemtilega sögu, sem heitir „Andfúli rakarinn“. Þá Ias Þorvaldur Kolbeins nokkur bónorðsbréf; voru þar aðferðir manna af ýmsum stéttum við samningu bónorðsbréfa. Var þar brosað að ýmsu kátlegu. Að síðustu las Friðfinnur Guðjónsson upp, og var hann skemtilegur að vanda. Þegar þessu var Iokið, lék Oliver Guðmundsson nokkur fjörug lög á harmoniku. Skemtu menn sér nú við söng og tafl til kl. hálf-eitt. Fóru menn þá heim, flestir ánægðir með kvöldið. I þriðja skifti kom Prentneminn þarna prent- aður. í honum voru greinir eftir 6 nema. Er það framfaravísir. Prentnemanum fyigdi að þessu sinni dálítill pési, saminn af Birni Jónssyni, form. H. í. P., hann fjallar um vandvirkni. Hafa tveir slíkir pésar komið áður. Eitt heiilaóskaskeyti barst félaginu; var það frá stúlkunum í Gutenberg. Hafa þær ávalt sent heilla- óskir til félagsins á afmælum þess. Bendir það frekar á kvenhylli nema. S. O. STJÓRNARKOSNING í H. í. P. fór fram í febrúar. Urslit urðu þau, eftir að stjórnin hafði skift verkum með sér, að í aðalstjórn eru: Björn Jónsson formaður, Óskar Guðnason ritari, Guðmundur Halldórsson gjaldkeri, Sveinbjörn Oddsson og Þórður Björnsson meðstjórnendur. ÞRJÁTÍU OG TVEGGJA ÁRA verður Prent- arafélagið 4. apríl þ. á. DÁINN er hjer I bænum 6. þ. m. séra Jóhannes L. L. Jóhannsson frá Kvennabrekku (f. 14. nóv. 1859). Vorið 1877 byrjaði hann prentiðnaðarnám hjá Einari Þórðarsyni — og skyldi námstíminn vera 5 ár, en kaup ekkert annað en föt og fæði, — en hvarf frá því 1880, er hann gekk í lærða skólann. Ekki þætlu þessi námskjör glæsileg nú! Ritnefnd: Aðalbjöm Stefánsson, Jón Þórðarson, Ólafur Erlingsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.