Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1929, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.06.1929, Blaðsíða 2
6 PRENTARINN bæði á meðan þeir eru í fullu fjöri og eftir aÖ aldur og lasleiki fer aö sækja þá heim. Stofnun þessa sjóðs er einn liðurinn í þeirri viðleitni og tvímælalaust ekki hinn veigaminsti. Til aö viðhalda áhuganum og framsækninni, er utn að gera að hafa alt af mörg járn í eldinum. Um að gera að láta áhugann ekki dvína, heldur auka hann og glæða. — Því hærra sem menn setja markið, því lengra verður komist áleiðis. 7. Þ. VÉLSETNING. IV. 5. Hreinsun vélarinnar. — Þegar komið er inn, þar sem setningarvél er, verður maður þess fljót- lega var, hvort þrifalega er um gengið. — Oþrifn- aður má það kallast, þegar ryklag er á vélinni og málmslettur kringum pottinn, sökum þess að of sjaidan er bælt í hann. Við hver vaktaskifti ætti að þurka vélina yfir, hreinsa málmspænina o. s. frv., svo vélin líti ávalt vel út. — Vélsetjaranum er nauðsynlegt að þekkja öll smurningsgöt vélar- innar og smyrja hana reglulega, — bíða ekki þangað til farið er að ýskra í henni vegna áburð- arleysis; veldur það eðlilega meira sliti og sýnir óreglu. — Hina daglegu smurningu ætti að gera strax að morgninum og þá vikulega á mánudags- morgnana. Pottinn á alt af að hafa hreinan og bursta pumpuna við vaktaskifti, enda er þá heppi- legast að gera hina nauðsynlegu hreinsun. Dagleg þrífing á vélinni á að vera eitt af því fyrsta, sem vélsetjaranema er kent. Sé sá tími, sem ætlaður er til hreinsunar vélarinnar, notaður, má alt af halda henni vel útlítandi og í góðu lagi. Minnumst þess, að það á að vera markmið vél- setjarans, að halda vélinni ælíð í svo góðu lagi, að þau verk, sem unnin eru á hana, fullnægi ströngustu kröfum vandvirkninnar; það geta þau gert, sé rétt að öllu farið. 6. Vidhald vélarinnar. — Það er svo með setn- ingarvélar sem aðrar vélar, aö þær þurfa alt af viðhald vegna eðlilegs slits. Sé vel farið með Lynotype-setningarvélar, er viðhaldið þó hverfandi lítið, þegar tillit er tekið til vinnutímabils þess, er hún gengur. Of mikill sparnaður á viðhaldi getur orðið mikil töf fyrir setjarann og beint tap fyrir prentsmiðjuna. (Niðurl.) G. H. SEXTÍU ÁRA AFMÆLI átti Þorvarður Þorvarðsson prenlsmiðjustjóri 23. maí síðastl. Gerði Prentarafélagið hann að heið- ursfélaga sínum þann dag. Afhenti stjórnin honum skrautritað heiðursskja! og heillaósk, er Benedikt Gabríel Benediktsson hafði skrifað, og var það undirritað af félagsmönnum. — Um kvöldið héldu samverkamenn hans honum samsæti. Einar Hermannsson setti samkomuna og bauð menn vel- komna. Magnús H. Jónsson mælti fyrir minni heiðursgestsins. Mintist hann þess sérstaklega, hve mikinn og góðan þátt hann hefði átt í stofnun Prentarafélagsins, og verið fyrsti hvatamaður þess, að Sjúkrasamlagið var stofnað. Hafði hann og verið formaður félagsins fyrstu árin. Síðan talaði Aðalbjörn Stefánsson nokkur orð, mintist fyrstu kynna sinna af Þorvarði, og gat þess, hversu framsækinn hann hefði verið og fús á að brjóla upp á ýmsu nýju á þeim árum, og nefndi þess nokkur dæmi. — Þá töluðu Jón Baldvinsson og Hallbjörn Halldórsson, og voru ræður þeirra sambland af gamni og alvöru. — Að lokum mælti Jón H. Guðmundsson nokkur orð fyrir hönd yngstu félaganna. — Þorvarður þakkaði íyrir allan þann heiður, sem sér hefði verið sýndur á þessu afmæli sínu. — Eftir að staðið var upp frá borðum, skemtu menn sér við söng, spil og tafl til kl. 12. Þá var hrópað húrra fyrir heiðursgest- inum og honum fylgt heim. Mynd af Þorvarði er í 5. tbl. III. árg. Prent- arans. Er þar sagt frá því, sem hann hefir starfað fyrir prentarastéttina, og vísast til þess. Þó má bæta því við, að nú hefir hann í því nær 25 ár verið formaður og framkvæmdastjóri hlutafélagsins Gutenberg. Prentarinn óskar honuni allra heilla og þakkar honum fyrir það, sem hann hefir unnið fyrir félagsskapinn. A. S. AÐALFUNDUR RVD. H. í. P. var haldinn 21. apríl 1929 í kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu. Þar samþykti deildin að afhenda H. I. P. allar eigur sínar, skyldur og kvaðir, og var deildin þar með lögð niður. Því næst var settur

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.