Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1929, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.06.1929, Blaðsíða 3
P RENTARINN 7 AÐALFUNDUR H. í. P. Byrjaði hann á skýrslu formanns; eru hér aðal- draettir hennar: Atvinnuleysi lítið og fáir þegið styrh á árinu. Kaupið fékst hækkað um 10,5% um áramót. 3 nýir prentarar hafa félaginu bæzt á árinu, 1 dáið. Reikningar félagsins voru samþyktir. Rælt var um útgáfu á sögu prentlistarinnar, en engin endanleg ákvörðun tekin á þeim fundi. Form. skýrði frá nýafstaðinni stjórnarkosningu. Þessir voru kosnir og skiftu þannig með sér verkum: Björn ]ónsson, formaður, Oskar Ouðnason, ritari, Guðm. Halldórsson, gjaldkeri, Þórður Björnsson, meðstjórn., Sveinbjörn Oddsson, meðstjórn. Til vara: Kristján Ágústsson, formaður, ]ón H. Guðmundsson, ritari, Magnús H. Jónsson, gjaldkeri, Sveinn Helgason, meðstjórn., Einar ]ónsson, yngri, meðstjórn. Breylingar nokkrar voru gerðar á reglugerð Sjúkrasamlagsins (sbr. lög félagsins hin nýju). Reglum húsbyggingarsjóðs var einnig breytt Iftillega (sbr. lögin). Samþykt var að stofna ellistyrktarsjóð fyrir fé- laga H. I. P. Var það gert á þann. hátt: atvinnu- leysisstyrktarsjóður leggur fram 10,000 kr., sjóður Reykjavíkurdeildar H. I. P. gengur til stofnunar- innar og síðan greiðir hver félagi H. í. P. 50 aura á viku til sjóðsins. Endurskoðendur voru kosnir: Oskar ]ónsson og Magnús H. Jónsson, til vara: ]ón Þórðarson. Ritnefnd Prentarans: Aðalbjörn Stefánsson, ]ón H. Guðmundsson og ]ón Þórðarson. Fulltrúar í fulltrúaráð verklýðsfélaganna: Magnús H. Jónsson og Oskar Jónsson. Ur stjórninni eiga að ganga á næsla ári: Guðm. Halldórsson, gjaldk., Þórður Björnsson, 1. meðstj., og form. Björn Jónsson. Oskar Guðnason ritari. MENTUN PRENTARA. Því er ekki sjaldan haldið á lofti, að prentarar séu alment betur mentaðir en aðrar stétlir alþýðu- manna. Einkum lætur fólk það í Ijós, að þeir muni vera góðir íslenzkumenn. Seinastur vil ég verða til þess að draga þennan orðstír frá þeim. Eg ber virðingu fyrir gömlu mönnunum, sem á margan hátt hafa orðið stétt sinni til sóma. En starf þeirra hefir Iíka sýnt, hve miklu meira þeir hefðu getað áorkað, ef aðsfæður og of Iítil sam- vinna hefðu ekki hamlaö. Og það hygg ég mála sannast, að þekking þeirra flestra á íslenzku sé nokkuð götótt. Enda er ekki við öðru að búast. Þeir hafa fæstir haft tækifæri til þess að nema hana til hlítar. Sama eða llkt má segja um annað tungumálanám þeirra. Sú skoðun fer mjög í vöxt, að lýðinn eigi að fræða sem bezt. Það er nú orðið nokkuð úrelt, að bókvitið verði ekki látið í askana. Og þó að afturhaldssamir menn séu til sem segja, að þessir „lærðu“ séu ekkert færari en hinir, þá væri háskalegt að fara of mikið eftir slíkum röddum. Þótt svo geti hitzt á, að heimskingi vinni verk sitt ekki ver en gáfaður maður, vona ég að enginn óski þess, að sem mest verði I stéttinni af þekk- ingarlitlum mönnum. Á síðustu árum hafa prentarar átt að sækja undirstöðumentun sína I Iðnskólann. En kenslan i þar hefir verið mjög óhagkvæm fyrir þá. Aðal- áherzlan lögð á þær námsgreinir (teikningu), sem koma þeim að Iitlu gagni. Enda hefir svo farið, að nemar hafa verið sáróánægðir með kensluna, og margir þeirra gefist upp á því að sækja námið þangað. Ur þessu verður að bæta og koma betra skipu- lagi á fræðsluna. Hefi ég hugsað mér, að H. I. P. skipi fimm manna fræðslunefnd, sem reyni að koma þessum málum I það horf, er við mætti una. Hvernig væri að vinna að því að setja hér á stofn sérstakan prentaraskóla? J. H. G. STJÓRN H. í. P. verður framvegis til viðtals I Alþýðuhúsinu hvert fimtudagskvöld, kl. 8 — 10. Útborganir fara fram annan hvern fimtudag á sama tlma, þ. e. júlí 4., 18., ágúst 8., 22., september 1., 15., 29., o. s. frv.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.