Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1929, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.09.1929, Blaðsíða 1
.SM&^rr- \ IX. AR j\ J F r SEPTEMBER 19Q9 D -fr i? PRENTARINN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS 3. BL. 4 FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI HRAÐPRESSUNNAR A ISLANDI. Á þessu Iri teljast liðin vera, eins og almanakið kemst að orði, 50 ár, síðan hin fyrsta hraðpressa fluttist til landsins. „Prentaranum" þykir rétt að minnast þessa afmælis, og hefir mælst til þess, að ég ritaði nokkur orð um þennan við- burð íslenzkrar prentlistarsögu. Það var Isafoldarprent- smiðja, sem fékk þessa hrað- pressu árið 1879, og í 50 ára minningarriti prentsmiðjunnar €ttir Klemenz Jónsson, fyrr verandi ráðherra, er það haft eftir almanaki Þjóðvinafélags- ins fyrir árið 1881 í yfirliti ársins 1879, að hún hafi komið með póstskipinu „Phönix" 28. apríl það ár, og verður það ekki véfengt. Hitt er aftur á móti ekki rétt, sem þar stendur, að fyrsta blaðið, sem prentað sé í hraðpressunni, sé dagsett 9. júlí 1879, og að ekkert sé getið um þennan merka at- burð í blaðinu sjálfu, því að fyrsta blaðið úr hraðpressunni er 13. tölublað V. árgangs og dag- sett þriðjudaginn 6. maí 1879, og í því er á 1. dálki 4. síðu svo látandi grein: „FYRSTA HRAÐPRESSA Á ÍSLANDl. Þetta blað ísafoldar er hið fyrsta, sem prentað er í hraðpressu hér á landi. Hraðpressan er keypt í Lundúnum. Lærði yfirprentari Isafoldarprent- smiðju, Sigmundur Guðmundsson, þar jafnframt fyrstur Islendinga öll handtök að hraðprentun og annaðist kaupin. Hefir honum farið þetta vel úr hendi með greind og Iagi. — Hraðpressa þessi Fyrsta hraðpressa á fslandi. er lítil að vísu á við það, sem slíkar vélar gerast í öðrum löndum, en nógu stór til vorra þarfa. Hún prentar 5-faIt fljótara en hraðvirkustu prent- arar prenta í beztu handpressu með eins manns aðstoð eða tveggja smásveina, en við handpressu veitir eigi af 2 fullefldum karlmönnum". Þessi fyrsta hraðpressa á íslandi var notuð í Isafoldarprentsmiðju til ársins 1897, að Stefán Runólfsson keypli hana og flutti til ísafjarðar.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.