Prentarinn - 01.09.1929, Side 2

Prentarinn - 01.09.1929, Side 2
10 PRENTARINN Qaf hann þar úf blaðið „Hauk“ og prentaði í henni, en síðan komst hún í eigu Kristjáns H. Jónssonar prentara, er gaf út blaöið „Vestra" á ísafirði. Þar var hún síðan, þar til Hallgrímur Benediktsson keypti prentsmiðjuna, sem hún var í, og flutti til Reykjavíkur. Er hún nú í eigu hans og í prentsmiðju hans að Bergstaðastræti 19 og er vel nothæf enn. Var hún mikið notuð nýlega um þriggja ára skeið, frá því upp úr prentaraverk- fallinu mikla, eða snemma í febrúar árið 1923, er farið var að prenta „Alþýðublaðið" í henni, og þar til í janúarlok 1926, er „Alþýðublaðið" fluttist í Alþýðuprentsmiðjuna. Hefir síðan verið prentað í henni tíma og tíma. Hraðpressa þessi er fremur lítil. Printisstæðið („fúndamentið") er 54 X 63 sm. að stærð, en innanmál printisgrindarinnar er 45 X 57 sm., og er því hægt að prenta í henni Demy-örk í tveim printum („formum"). Litvélið („farfaverkið") er borðlitvél einfalt. Mátti hvort sem vildi snúa press- unni með handafli eða stíga hana með fæti, og var hún svo létt í gangi, að fullvaxinn maður gat stigið hana og lagt fyrir í senn. Var talið, að með því móti mætti prenta í henni 600 arkir á klukku- stund. Arið 1923 var settur við hana raforku- hreyfill, og gekk hún þá með alt að 1500 arka hraða á klukkustund. Hún er mjög einföld að gerð og óbrofin, eins og enskar hraðpressur frá tíma hennar eru, en auðvitað skortir hana ýmsar umbætur, er gerðar hafa verið á hraðpressum siðan. Það er vitanlegt, að hraðpressa þessi var mikil framför í íslenzkri prentlist á sínum tíma, enda komu í kjölfar hennar von bráðar hraðpressur í flestallar prentsmiðjur, er þá voru í landinu, og frá þeim tíma hefir ekki þótt viðlit að stofna til prentsmiðja með handpressum. En til gamans má geta þess hér, að um sama leyti hóf hinn nafn- togaði prentari og stórskáld Englendinga, auðmað- urinn og jafnaðarmaðurinn William Morris, hinn ágæti Islandsvinur, endurreisnarstarfsemi sína í enskri prentlist með prentun — í handpressum í sjálfri Lundúnaborg, og prentlistarverk hans eru einhver hinna ágætustu síðari tíma. Siðan eru forlátaútgáfur í litlum upplögum víða prentaðar í handpressum, en annars eru þær helzt notaðar til prófarkaprentunar og í heimaprentsmiðjum í Eng- landi. En vitanlega standa hraðpressurnar þeim jafnfætis til allrar nútímabærrar prenfunar og alf af langt um framar um hraðann. Æskilegt væri, að þessi fyrsta hraðpressa íslands gæti á einhvern hátt varðveizt framtiðinni, helzt meðal prentsögulegra minja Islands. Ætti t. d. Þjóðminjasafnið að eignast hana. H. H. VÉLSETNING. V. Svo sem vikið hefir verið að, eru hugleiðingar þessar um vélsetning aðallega ætlaðar byrjendum í þessari grein prentlistarinnar. Eins og gefur að skilja, er hér fæst til tínt, sem þörf væri á að minnast, ef rita ætti ítarlega um hana, en sú var aldrei ætlunin með línum þessum, heldur aðeins að stikla á nokkrum atriðum. Skal hér því staðar numið, enda mun ýmsum miður áhugasömum mönnum um prentlist þykja nóg komið. Með öðr- um þjóðum er til meira og minna af bókum um vélsetning. Ymsum hinna smærri þeirra hafa félög vélsetjara komið út, en hinum stærri framleiðendur vélanna. Engum vélsetjara mun blandast hugur um, að það er til mikils hægðarauka fyrir vélsetjara- nema, að hafa handhæga bók um vélsetning á sínu eigin máli, sem tekur yfir helztu atriði vél- arinnar og meðferð hennar. Handsetning er nú að veröa 400 ára gömul á Islandi, en þó eigum við enga iðnfræðilega bók um hana á voru eigin máli. Það litla, sem um hana hefir verið ritað, hefir Prent- arinn flutt, og þó verið lítt þokkað af prenturum. Mun því verða nokkur dráttur á því, að við eign- umst á íslenzku þó ekki væri nema dálítið kver um vélsetning, sem nú er að verða einn stærsti liður prentlistarinnar. Það verður því eitt af fram- tíðarmálum íslenzkrar prentarastéttar, að koma út iðnfræðilegri bók um allar greinir prentlistarinnar. Þegar félög prentara og prentsmiðjueigenda — því í beggja þágu yrði slíkt rit — verða þessa megnug, og prentarar svo þroskaðir, að geta tekið Ieiðbeiningum hleypidómalaust, — þá mun renna upp blómaöld I íslenzkri blaða- og bókagerð, þar sem hver prentari keppir að því marki, að leysa verk sitt sem iðnfræðilega réttast og smekklegast af hendi. Þá fyrst skipar íslenzk prentlist þann sess, sem henni ber hjá mentaðri þjóð. G. H.

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.