Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1929, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.09.1929, Blaðsíða 3
PRENTARINN 11 HUSEIGN FELAGSINS. Með hverju ári sem líður, opnast æ betur augu félagsmanna fyrir því, hve félagsskapurinn er illa settur, aö hafa ekkert húsnæði til afnota fyrir hina margvíslegu starfrækslu félagsins. Þótt víða sé vitanlega hægt að fá húsnæði til að halda í félags- fundi, fullnægir það á engan hátt þörfum félags- lífsins í heild. Það vantar húsnæði til stjórnar- og nefndafunda, til að geyma í eignir félagsins og til allskonar annarar starfsemi og viðkynningar innan félagsins. Þessu verður tæplega hrundið í fram- kvæmd nema félagið eignist hús. Og hús þarf fé- lagið að eignast sem allra fyrst. Húseign fyrir fé- lagið á að vera það málið, sem félagsmenn standi saman um og vinni að á næstu árum eða áratugum. Eins og nú hagar til, má með fullum rétti segja, að félagsmenn fjarlægist hver annan, hætti að þekkjast, hver hugsi sér og hokri sér. Þessi stefna er helstefna félagsskaparins. Hún hlýtur að leiða til andleysis-svefns og doða, og jafnvel upplausnar félagsskaparins fyr en varir. Þessu má breyta og þessu þarf að breyta, ekki einhverntíma í framtíðinni, heldur sem allra skjót- ast. — Með því að safna í húsbyggingarsjóð til að geta bygt, verður ekki komið upp húseign fyr en eftir mörg ár eða áraiugi. Hér þarf því að fara aðra leið. Og sú leið er að kaupa hús. Með þeirri leið verður fljófast náð því marki sem stefnt er að. Og sem betur fer, munu nú augu félags- manna sem óðast að opnast fyrir nauðsyn þess. Með föstu húsnæði mundi viðkynning og vax- andi samheldni aukast. Þá mundi og um leið verða lagður grundvöllur að stofnun bókasafns, sem margan undrar að eigi skuli hafa verið reynt að koma á fót fyrir löngu síðan. Nú fer haustið að ganga í garð. Þá fer venju- lega að verða þörf fyrir húsnæði til innri starf- semi hvers félagsskapar. Vonandi tekur stjórn Prentarafélagsins þetta mál til athugunar og fram- kvæmda þá er haustfundir hefjast. Fyrir nokkrum árum var reynt að koma á gleð- skaparkvöldum meðal félagsmanna. Það reyndist þá of kostnaðarsamt og óþægilegt að ýmsu Ieyti, eingöngu vegna þess, að félagið sjálft hafði ekki föstu húsnæði á að skipa. Væru slík skilyrði fyrir hendi, mundi margskonar slík starfsemi glæðast, sem nú liggur í dái, sérstaklega meðal yngri manna í félaginu, einmitt þeirra mannanna, sem á næstu áratugum eiga að fleyfa félaginu áfram á þroska- braut félagslífsins. Enn fremur má benda á það, að ekki óveruleg- asti þátturinn í þessu húsnæðismáli er sá, að hús- eign mundi með tíð og tíma verða beint gróða- fyrirtæki fyrir félagsskapinn, bæði í peningalegu og andlegu tilliti. J. Þ. ÞÓRHALLUR BJARNARSON prentari er fæddur 21. júlí 1881 í Hléskógum í Höfðahverfi, sonur hjónanna Björns Einarssonar og Sigurleifar Þormóðsdóttur, er þar bjuggu. — Föður sinn misti hann 1884. Dvaldi eftir það með móður sinni, er lengst af var í húsmensku eftir að hún misti mann sinn. Þórhallur fór í Möðruvallaskóla árið 1896 og útskrifaðist þaðan vorið 1898. Ári síðar, eða 14. maí 1899, réðist hann til náms í prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri og var þar unz hann sigldi á lýð- háskólann í Askov hausíið 1903. Dvaldi hann þar fram í apríl- mánuð vorið eftir og kom þá til Reykja- víkur og vann í Fé- lagsprentsmiðjunni þar til í desember s. á. Fluttist hann þá aftur norður til Akureyrar og varð meðeigandi að prentsmiðiu Björns Jóns- sonar og hefir unnið þar síðan. Við stjórn prenf- smiðjunnar tók hann að mestu 1911 og hefir haft hana á hendi síðan, ásamt meðeiganda sínum, Helga Björnssyni prentara. — Ekki hefir Þór- hallur haff tækifæri til að vinna beint fyrir Prent- arafélagið til þessa tíma, en nú hefir hann selt meðeiganda sínum sinn hluta í prentsmiðjunni og er nú fluttur hingað til Reykjavíkur og vinnur í Isafoldarprentsmiðju. Má því vænta, að Prent- arafélagið fái að einhverju notið krafta hans nú á efri árum hans. 7. Þ. Þórhallur Bjarnarson.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.