Prentarinn - 10.09.1929, Blaðsíða 1
PRENTARINN
BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS
p-____---------—-------------------------------------~--------------->
IX. AR
XX
SEPTEMBER 1929
II
4. BL.
4»
EINAR KRISTINN AUÐUNSSON FIMMTIU ARA PRENTARI.
1879.
I september kemur til Reykjavíkur 14 ára gamall
unglingur ofan af Akranesi. Faðir hans, AuSunn
Nikulásson, hefir þegar
komið honum fyrir í prent-
smiðju Einars Þórðarsonar.
Drengurinn er fæddur 23.
nóvember 1865, í Háuhjá-
leigu, Innri-Akraneshreppi,
Borgarfjarðarsýslu.
Hann er ekki mikili vexfi,
haltur og enginn hávaða-
maður. Hann tekur að
nema setningu í prent-
smiðjunni. Honum sækist
námið vel, því að hann er
skynsamur og athugull um
alt, sem að vinnunni lytur.
Aðstæður allar og um-
hverfi er ólíkt því, sem
hann á að venjast. I prent-
smiðjunni starfa þá, auk
eigandans, Sigurður Krist-
jánsson, síðar bóksali, Torfi
Þorgrímsson.Benedikt Páls-
son, Pétur Asmundsson,
Árni Valdason, Jóhannes L. L. Jóhannsson, síðar
prestur, og Guðmundur Þorsteinsson, eldri.
1929.
Einar Kristinn Auðunsson hefír veríð prentari
í fimmtíu ár!
Horfið á manninn, brosið framan í hann, réltið
honum höndina og þakkið honum fyrir langt og
Einar Kristinn Auðunsson.
vel unnið starf. Hann hefir staðið hálfa öld við
kassann!
Kristinn var hjá Einari Þórðarsyni í sjö ár.
Þar bar vitanlega margt á
góma, — því að daglega
lífið er oft auðugt að at-
vikum, þótt vér ekki veif-
um þeim mikla athygli, —
en fæst af því er hægt að
segja í svona grein.
Kristinn þurfti að fara á
fætur klukkan sex á morgn-
ana, til þess að leggja í
ofninn, sópa gólfið o^g sækja
mó. Einnig átti að tína
vandlega alla stafi, yfirleitt
alt, sem blandast hafði rusl-
inu og nota mátti. — Einu
sinni þótti eigandanum ekki
nógu vel hirt. Vildi hann
ná í strákinn og gefa hon-
um ráðningu. En Kristinn
lagði þá á flótta, hljóp
kringum ofninn og hinn á
eftir. Hlupu þeir nokkra
hringi. En Kristinn var
þolnari og vann því hlaupið. — Vinnutíminn var
langur, unnið til 8 á kvölcjin, og Iærdómur frekar
lítill, enda varla víð öðru að búast. Kristinn var
að öllu Ieyti hjá Einari. Fekk þar föt og fæði og
húsnæði. Margt var auðvitað öðruvísi en á varð
kosið, eins og oftast vill verða, þegar menn ráða
ekki sjálfir aðbúð sirini.