Prentarinn - 01.12.1929, Side 1

Prentarinn - 01.12.1929, Side 1
HÚSKAUP. Oft hefir það komið til tals innan H. í. P., að rétt vaeri og nauðsynlegt, að félagið eignaðist hús, og í því skyni auðvitað var Húsbyggingarsjóðurinn stofnaður upphaflega. Um þetta hafa aldrei verið skiftar skoðanir, svo ég viti. En hafi einhver kveðið upp úr með það, að rétt væri að láta nú eitthvað verða úr þessu, þá hefir fljótt komið annað hljóð í strokkinn. Það er einhvernveginn svo skrítið með marga prentara, að því er þessu máli við kemur, að þeir telja rétt og sjálfsagt og nauðsynlegt, að félagið eignist hús, en það má að eins ekki ske fyrst um sinn. Þannig er það í hvert skifti, sem á þetta er minst. Og það er áreiðanlegt, að hversu lengi sem geymdar væri framkvæmdir, mundi það sama verða upp á teningnum. Þessir menn eru nefni- lega þannig gerðir, að þeim finst aldrei hinn rétti tími kominn til neins. Stöðugt hafa þeir þá skoðun, að betra sé að bíða; nú í ár sé alt í óvissu og ófært að ráðast í þelta o. s. frv. En þeir athuga ekki, að þessi bið er endalaus, ef þeir fá að ráða, — en sem betur fer verður endirinn oflast sá, að þeir, sem óhræddari eru, bera þessar afturhalds- sálir ofurliði og hrinda málunum fram. Þetta húsmál hefir verið rætt á tveim fundum í félaginu nú í vetur. Mest bar á andstæðingum málsins í umræðunum. Raunar voru mótbárur þeirra flestra harla Iítils virði. Aðalástæðan, eins og vant er, sú, að betra væri að bíða — en raunar voru ekki færð nein rök fyrir þessari bið, sem ekki var von. Um það verður tæplega deilt, að þörfin er mikil fyrir hús handa félaginu, enda viðurkenna það flestir. Réttast virðist, að keypt sé vandað íbúðarhús á góðum stað. Þar gæti félagið fyrst um sinn haft til sinna umráða 1—2 herbergi, eða á meðan húsið væri að borga sig. Síðan gæti komið til álita, að láta útbúa fundarsal, ef menn sjá sér hag í. Eins og nú hagar til, er engin þörf á, að félagið eigi fundarsai. Fundir eru sjaldnast fleiri en 8 — 12 á ári og kosfar hver fundur vana- lega 15 krónur. Ólíkt dýrara væri að burðast með sinn eigin fundarsal og er reynsla annara félaga góð leiðbeining um það efni. Samt komu fram raddir um það á fundunum, sem fyr getur, að rétt væri, að félagið keypti — raunar einhvern- tíma seinna — hús við sitt hæfi, en það er hús með hæfilegum fundarsal. Sú mótbáran, sem mest hefir verið hamrað á, er sú, að félagið eigi ekki að leggja út í „brask". En þetta orð var fundið upp í þessu sambandi, er sýnt var fram á það, svo að ekki varð á móli mælt, að peningalegur gróði væri íyrir félagið að kaupa hús eitt, sem því stóð til boða. En vegna þess, að höfundunum hefir líklega þótt þetta orð út af fyrir sig heldur „þunn“ rök, áttu þeir fast- lega von á allskonar óáran, og var helzt að heyra á þeim, að ef félagið keypti þetta hús, mundi verða almennur horfellir, aflaleysi, jarðskjálftar, eldgos, drepsóttir o. s. frv., og samkvæmt þessum spádómum varð niðurstaðan sú, að fé félagsins væri teflt í mikla tvísýnu, ef eitthvað af því væri Iagt í húskaup. í stuttu máli má segja, að margir meðlimir fé- lagsins virðist hafa eitthvað svipaðar tilfinningar gagnvart sjóðum þess, eins og sagt var, að sumir samhaldssamir menn hér áður fyr hefðu haft gagn- vart peningum, sem þeir geymdu í sokkbol í rúms- horninu sínu. Ég veit um einn slíkan, sem eitt sinn, er hann héit, að enginn væri staddur annar í baðstofunni, dró upp poka með peningum, selti

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.