Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.05.1952, Blaðsíða 1
Prentarinn BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson, Sigurður Eyjólfsson. HID ÍSLENZKÁ PRENTARAFÉLÁG ÁRID 1951. Úr skýrslu fasteignanefndar 1951. Síðustu skýrslu fasteignanefndar fylgdi örlítill for- máli, þar sem bent var á grundvöll þeirrar þróunar félagsstarfsemi Hins íslenzka prentarafélags, sem gert hefir það að tiltölulega voldugu vígi hags- munalega, góðum skildi og hlíf í veikindum og ellilasleik ásamt stoð í atvinnuleysi og vísi að hjálp til ekkna. Þar var einnig bent á, að sami grundvöllur og markvissa þróun hefði jafnframt og á skömmum tíma borið þann ríkulega ávöxt, að félagið hafi nú heila hæð undir starfsemi sína í eigin húsi, sem stendur í 'hjarta höfuðstaðarins og er aðalvettvangur félagsstarfsins, og það, sem er enn meira, að fyrir sömu þróun væri félagið löngu orðið jarðeigandi og vel á veg komið með að bæta þá eign sína og hýsa staðinn. Hvort sem þessi fáu orð í síðustu skýrslu hafa orkað því eða ekki, þá er það staðreynd, að meiri áhuga hefir orðið vart um fasteignir félagsins á þessu liðna ári en árin á undan, og þótt þessi áhugi hafi að íslenzkum sið stundum birzt í hæðni um þau störf, sem fasteignanefndin hefir með höndum, þá þykir okkur nefndarmönnum það betra en al- gert afskipta- og áhuga-leysi. Skylt er að geta þess, að margir prentarar tala með stolti um húsið sitt á Hverfisgötu 21 og gera sér að skyldu að taka til hendi, ef þess þarf með, og hafa sýnt okkur þar með, að við erum ekki einir um áhugann fyrir fallegu útliti og góðri umgengni við félagshúsið. — Um Miðdalinn gegnir sama máli, að þeim fer áreiðan- lega fjölgandi, prenturunum, sem skilja tilganginn með starfinu þar eystra, og hefir það komið fram á margvíslegan hátt. Töluvert er um það, að bú- staðirnir séu falaðir til leigu og jafnan margir um boðið, ef eitthvert húsið hefir verið laust hluta úr sumrinu. Komið hefir það fyrir, að spurt væri um lóðir undir bústaði, og náttúrlega er landrými nóg og lóðir falar, en eðlilegt verður að teljast, þótt ekki hafi orðið af byggingu nýrra bústaða, eins og verð- lagi hefir verið háttað. Fasteignanefndin hefir \erið skipuð sömu mönn- um og skipt með sér verkum á sama hátt og undan- farin ár. Félagshúsið. A þessu liðna ári lét nefndin gera margt af þeim lagfæringum og endurbótum á húseigninni á Hverfisgötu 21, sem getið var í síðustu skýrslu að gera þyrfti. Var þó ekki gert allt, sem hefði þurft að gera, mest vegna þess, að fljótt er að koma í miklar fjárhæðir í viðgerðum. Taldi nefndin því rétt að láta gera það fyrst, er helzt kallaði að. Af þessum viðgerðum má fyrst nefna, að settir voru tveir miðstöðvarofnar á efstu hæðina í stað gamalla og götugra. Einnig var sett svokölluð „slaufa“ á hitakerfið. Þá var girðingin framan við húsið tekin til gagngerðrar viðgerðar, einnig öll handrið, og varð að smíða sum alveg að nýju og setja nýtt tré á þau. Loks er hin nýja hurð komin fyrir aðaland- dyri ásamt umbúnaði. I sumar var enn eitt gólf á neðstu hæðinni brotið upp og steinsteypt og síðan dúklagt. Hefir nú verið steypt í öll gólfin nema suðvesturherbergi hæðarinnar. Þá var anddyri og neðsti stiginn austan megin dúklagt. Allir gluggar hússins voru kíttaðir og málaðir og sumir smíðaðir að nýju, og er við búið, að enn þurfi að taka úr glugga að sunnan- og austan-verðu. Nefndinni tókst að festa kaup á þakjárni í haust, en ekki svo snemma, að liægt væri að koma því á fyrir veturinn, PRENTARINN 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.