Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1952, Síða 4

Prentarinn - 01.05.1952, Síða 4
mundsson með 115 akv., gjaldkeri Pétur Haralds- son með 109 atkv., 1. meðstjórnandi Sigurður Eyjólfsson með 129 atkv. og 2. meðstjórnandi Hjör- leifur Baldvinsson með 112 atkv. Fyrir voru í stjórninni ritari, Arni Guðlaugsson, og 2. meðstjórnandi, Pétur Stefánsson. Onnur atkvæði féllu þannig: I formannssæti hlaut Sigurður Guðgeirsson 71 atkv. og í sæti 1. með- stjórnanda Gestur Pálsson 97 atkv. Sem varaformaður hlaut Björgvin Olafsson 63 atkv., ritari: Grímur Engilberts, 88 atkv., gjaldkeri: Olafur Karlsson, 81 atkv., 1. meðstjórnandi: Páll G. Bjarnason, 67 atkv. og 2. meðstjórnandi: Gestur G. Arnason, 80 atkv. 209 félagar skiluðu atkvæðum. Einn seðill var auður. llreyting varð ekki á mönnum í fastanefndum félagsins, þar eð allir, sem úr gengu, voru cndur- kjörnir. Endurskoðendur voru endurkjörnir þeir Sigurður Eyjólfsson og Sveinbjörn Oddsson. Ritstjórar Prf.ntarans voru einnig endurkjörnir þeir Hallbjörn Halldórsson og Sigurður Eyjólfsson. 40 stunda vinnuvi\a. Fundurinn samþykkti svo- hljóðandi tillögu, flutta af Guðmundi Halldórssyni og studda af Stefáni Ogmundssyni: „Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags felur stjórn sinni að athuga möguleika fyrir sameiginlegri kröfu um 40 stunda vinnuviku þeirra verkalýðs- félaga, er ganga til samninga á næstkomandi vori. — Arangur þessarar athugunar skal stjórnin síðan leggja fyrir félagsfund, sem tekur ákvörðun um kröfur, er gerðar kunna að verða til breytinga á núgildandi samningi við atvinnurekendur." Því rná bæta við hér, að samkvæmt samþykkt þessarar tillögu skrifaði stjórn H. I. P. 38 verkalýðs- og iðn-félögum og óskaði álits þeirra um þetta mál. Arangur þeirra bréfaskrifta varð harla lítill, því að fæst félögin virtu bréfið svars. Að eins sex félög svöruðu, og töldu þau flest tormerki á að gera kröfur um styttan vinnutíma, eins og sakir stæðu. Þá má geta annarrar tillögu, sem aðalfundur sam- þykkti, en hún var flutt af Stefáni Ogmundssyni og Þórhalli Bjarnarsyni, og var aðalinnihald hennar á þessa leið: Að stjórnin láti fara fram rannsókn á því, 1. hversu mikið sé flutt inn af prentuðu máli, sem íslenzkir prentarar gætu unnlð, 2. að hve miklu fyrirtæki, óskyld prentiðninni, seilast inn á svið prentverksins um framkvæmd á prentvinnu án þess að uppfylla lögmæt skilyrði til að framkvæma slíka vinnu, 3. hvaða verk á vegum hins opinbera og með út- gáfustyrk af almannafé bíða prentunar. Sú breyting var gerð á þessari tillögu, að sér- stakri þriggja manna nefnd skyldi falin athugun málsins, og var stjórninni falið að gera uppástungur um menn í nefndina fyrir næsta félagsfund. Frá ritara. Fram liðnir félagar. Pétur Lárusson, fulltrúi. Hann andaðist 12. marz s. 1. að heimili sínu hér í Reykja- vík. Pétur var fæddur að Val- þjófsstað 4. maí 1882. For- eldrar hans voru séra Lárus Halldórsson, síðar fríkirkju- prestur, og kona hans Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsens organleikara. Árið 1899 hóf Pétur prent- nám í Aldarprentsmiðju og vann þar nokkur ár, og síðar vann hann í prent- smiðju Davids Ostlunds. I Prentsmiðjuna Guten- berg h.f. kom hann árið 1913 og vann þar meira og minna allt til ársins 1926. Aðalstarf hans í prent- smiðjunni var nótnasetning, og var hann lengst af eini nótnasetjari landsins. Þær nótnabækur og sér- prentuð lög, sem hann vann að, lofa meistarann, því að hann var mjög vandvirkur og smekkvís. Þegar hann fékk nýtt prentað lag, þá var það hans fyrsta verk að skoða útlit þess og frágang á pappírn- um, og í það lagði hann metnað sinn, að það, sem hann ynni að, mætti þola samanburð, og er þó ólíku saman að jafna, stungnum og handsettum nótum. Hann hafði oft orð á því við mig, að sig langaði til að fá hingað til landsins tæki til að stinga nótur, en enn þá hefir ekki orðið af því, og það síðasta, sem hann gerði að prentverki, var það að fá liingað til landsins nýjasta stíl að hand- settum nótum og kenna notkun hans. Eg get dæmt um það, að Pétur var frábær kennari, þolinmóður og hjálpsamur, og hvers manns vandræði vildi hann leysa. Pétur Lárusson hóf starf sitt hjá alþingi árið 1911, fyrst sem þingskrifari, en síðar varð hann prófarkalesari, og frá 1926 var hann fulltrúi í 4 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.