Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 10
Réttlæti þitt — synd þin Cftlr Cju&niLind 01 Oíafááon: cancl. tLeoí. „Og svo bar til, er liann sat að borði i húsinu, sjá, þá komu margir tollheimtumenn og syndarar og sátu aS borSi meS Jesú og lærisveinum hans; og er farisearnir sáu þaS, sögSu þeir viS læri- sveina hans: „Hví etur meistari ySar meS toll- heimtumönnum og syndurum?“ En er liann heyrði þaö, mælti hann: „Ekki þurfa heilbrigSir læknis viS, heldur þeir, sem sjúkir eru; en fariS og læriS hvaS þetta þýSir: Miskunnsemi þrái ég, en ekki fórn; því aS ég er ekki kominn til þess aS kalla réttláta, heldur syndara." — (Matt. 9, 10.—13.) Ég veit ekki, hvort þér hefur nokkurn tíma orðið það algerlega Ijóst, livað þessi gamalkunnu og margendurteknu orð Jesú stinga gersamlega í stúf við venjulegan, mannlegan hugsunarhátt, — þann aldarhátt, sem umlykur þig? — Eða sérðu ekki, að þau eru eins og kolsvart strik yfir allar skynsamlegar og rökréttar bollalegg- ingar um innbyrðis afstöðu Guðs og manns? — Sérðu ekki, að Jesú svo að segja skopast að hug- myndum okkar mannanna um eigið rétlæti fyr- ir Guði. Það er að vísu auðsær sannleikur, að heil- brigður maður þarf ekki læknis við, — er hitt ekki jafnauðsætt, að Jesús er engan veginn að gefa út neilt heilbrigðisvottorð fyrir mennina? — Heilbrigði og réttlæti eru þvert á móti, að hans dómi, ekki lil meðal mannkynsins. Því til staðfestu ætti að nægja að nefna hina afdráttar- lausu yfirlýsingu, sem Jóhannes hefur eftir lion- um: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig.“ arfélagi guðfræðinema lil sameiginlegrar kvöldsamvcru. Hélt séra Bjarni Jónsson vigslubiskup þar ágæit erindi um Pál postula. Voru veitingar síðan bornar fram og loks endaði Ólafur Ólafsson kristniboði ineð hugleiðingu. Var það þeirra mál, er fundinn sóttu, að hann hafi verið með ágætum. Félagsmenn ráðgerðu fundi hálfsmánaðarlega í vetur. Bænastundir félagsins erii á miðvikudögum kl. G c. h, Cand. tlieol. Guðm. Ól. Ólafsson er fæddur 5. des. 1927. Stúdent með I. eink. 1949. Cand. theol. með I. eink. 1953. Er nú við framhaldsnám í Osló. En þetta má líka öllum vera ljóst af því, við hverja Jesús er að tala, þegar liann segist vera kominn til þess að kalla syndara, en ekki rétt- láta. — Hann var að tala við hina réttlátustu af öllum réttlátum, — fariseana, sem iineyksluðust á þvi, að hann skyldi saurga sig á samneyti við tollheimtumenn og syndara. „Gott og vel,“ segir þú, „Jesús hafnaði að vísu réttlæti fariseanna, en — með hverjum rélti er liægt að fullyrða, að hann liafi þar með hafnað réttlæti nútímamannsins, — minu réttlæti?“ Ég segi: Svarið getur þú tekið úr þínum eigin vasa. — Þú ert ekki manngerð með aðrar eigind- ir og eiginleika heldur en farisearnir. Þú ert aðeins annar einstaklingur sömu legundar. — Eins er farið réttlæti þínu og réttlæti fariseans- Tegundin er hin sama. Að visu kann réttlæti þitt að hafa tekið á sig aðra mynd, en réttlæti fariseans, en eðlið, — uppruninn og stefnan er cins og sama kyns — mannleg. Þelta getur engum dulizt, sem les guðspjöllin opnum augum. En ef til vill kann þér að verða þetta ljósara, ef þú liorfir ekki aðeins á farise- ann, heldur einnig á tollheimtumanninn og syndarann og liugleiðir það, að þeir, sem Jesús samneytti, voru ekki önnur tegund guðleysingja og syndara heldur en við þekkjum. Syndir þeirra voru e. t. v. að sumu leyli í annarri mvnd, en þær voru með sama vörumerki — mannlegar. - — Ef svo væri ekki, þá væri mannkynið þar með dregið á tálar með fagnaðarerindinu um fyrir- gefningu syndanna. Nei, orð Jesú um réttláta og syndara eiga áreiðanlega ekki síður heima í okkar samtíð heldur en i samtíð fariseans og tollheimtumanns- ins. — Meinið er aðeins það, að við veigrum okk- 10 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.