Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 13
Ueyvilt' \JaLlimariion, átad. med.: Lífsviðhorf nýstúdents í 10. kapítula bréfs þess, er Páll postuli ritaði til Rómverja, standa þessi orö meðal annars: „Þvi að, ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og trúir með lijarta þínu, að Guð hafi uppvakið liann frá dauðum, muntu hólpinn verða, því að með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis; þvi að ritningin segir: Hver, sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.“ Ef til vill munu sumir spyrja sem svo: „Hafa þessi orð nokkra þýðingu, þegar um er að ræða viðhorf einhvers manns til lífsins?“ Fylgdist þú nálcvæmlega með því, sem ritn- ingarorðið 1‘jallaði um? Jú, þar var rætt um leið mannssálarinnar til hjálpræðis. Það var hinn óskeikuli vegvísir að markinu mikla. Og þá liöf- um við i raun og veru náð inn að kjarna máls- ins, þvi að viðhorf mitt til þessa lífs mótast fyrst og fremst af þeirri afstöðu, sem ég lief til ann- ars lifs. Fyrir mér er það undursamlegur hoðskapur, fullur náðar og miskunnar, þegar manninum, sem gerzt hefur marghrotlegur við skapara sinn, er hoðin fyrirgefning og fyrirheit um eilífa sælu í dýrðarríki Drottins. Fyrir mér er ekkert í þessu lífi dýrmætara en vitneskjan um hjálp- ræði það, sem ég á i Kristi og fengin reynsla í samfélaginu við hann. Fyrir mér liefur hámark kærleika Guðs og náðar hans opinberast í Kristi, því að „i því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð liefur sent sinn eingetinn son í heiminn, til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. 1 þessu Framhald á bls. 19. En dauðinn liefur misst hrodd sinn. Margir kristnir menn hafa dáið glaðir í trúnni- Nú var að því komið, að þeir fengju að fara lieim, heim til síns elskaða föður, sem elskaði þá svo mikið, „að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að liver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jólis. 3, 16). Og þannig vil ég lifa. Ég vil fá að lifa í trúnni á Jesúm Krist, sem gaf „líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“ (Matt. 20, 28) — einnig mig. „Þvi að hvað stoðar það manninn, þótl hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ (Matt. 16, 26). Hvers virði væri lífið mér án Krists? í Kristi fær lífið nýjan tilgang. Guð sjálfur hefur í Kristi gengið til móls við okkur synduga menn og veitt okkur fyrirgefningu syndanna. Frá Guði er líf okkar, og til hans hlýtur það að stefna, ef rétt er að farið. En hver verður svo afstaða samtíðarmann- anna í þessum efnum? Hér á landi eru margir nafnkristnir. Þeir telja sig til kirkjunnar, eru skírðir og fermdir, en hafna hoðskapnum um fyrirgefningu syndanna. Og þó er hann megin- atriði lcristindómsins. Hvers virði væri kristindómurinn okkur, ef ekki væri þar syndafyrirgefning? Ilann skildi okkur eftir á sama stað og gamli sáttmálinn, lögmálið: Þú skalt — þú slcalt ekki. En kristindómurinn er meira en siðalærdóm- urinn einn. Erindi Krists í heiminn var meira en það að færa okkur nýjar siðareglur og sýna okkur með fordæmi sínu, hvernig við skyldum hegða okkur. Hann kom til að hoða okkur lausn frá syndum og eilift líf. Og það er fyrst og fremst sá boðskapur, sem gefur kristindóminum gildi. Kristindómurinn er fyrir alla. Hann er jafnt fyrir unga sem gamla, fátæka sem ríka. Enginn er þar undan skilinn- Kristur segir við sérhvern mann: „Fylg þú mér.“ Okkar er að svara. „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinning- ur,“ sagði Páll. Þelta var hans reynsla af krist- indóminum. Sérhverjum manni stendur til hoða að reyna liið sama, aðeins ef hann trúir, trúir að Jesús liafi verið Kristur, Guðs sonur, sem birtist til að afmá syndir. KRISTILEGT STUDENTABLAÐ 13

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.