Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 17

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1953, Blaðsíða 17
Norrænt stúdentamút cdj^tir Cjúótap J/óL annóóon, ótud. oecon. Dagana 2.—7. júlí var haldið norrænt kristilegt stúdentamót að Framnesi í Harðangursfirði. Við vorum þrír, sem áttum þess kost að sækja þetta mót frá íslandi. Er það ætlun mín með þessum línum, að gera ykkur, lesendur góðiv, þátttakandi í nokkrum minningum þaðan. Árla 1. júlí lögðum við af stað frá Osló. Farið var með Björgvinjarbrautinni. Það var ekki laust við, að örlaði á eftirvæntingu. Þetta var fyrsta járnbrautarferðin. Ekið var um blómleg béruð, þar sem skiptust á akrar og þéttir barrskógar. Víða gat að líta fóllc við heyvinnu og ýmis önnur störf, enda bábj argræðistíminn. Af einskærri for- vitni rákum við liöfuðin stöku sinnum út um opinn glugga, en böfðum lítið upp úr því, nema sól og reykjarsvælu, sem gaus i sífellu frá eim- vagninum. Af þessu leiddi, að á andlitum okkar mynduðust bér og þar annarlegir blettir og rákir, sem voru síður en svo til prýði. f Voss skiptum við um lest. Þar hófst ferðin niður Harðangursfjörðinn. Var það undurfögur sýn, sem blasti við okkur, er geislar kvöldsólar- innar léku um spegilsléttan vatnsflötinn, sem beggja vegna var girtur liáum fjöllum, klæddum slcógi upp á topp. I Granvin skiptum við aftur um farartæki. Seinasta spölinn til Norheimsund ók- um við með áætlunarbílum. Þegar til Framness kom, var mjög liðið á dag- inn og þvi hafizt banda um að skipa okkur niður á berbergin, sem skyldu vera lieimili okkar yfir mótstímann. Þar á staðnum eru byggingar mikl- ar og reisulegar, og skorti eklci húsrými, þótt mótsgestir væru margir. Sá báttur var hafður á, að við vorum sitt í hvoru herbergi. Var það gert til að flýta kynnum okkar við aðra þátttakendur. Það var gott að leggjast til hvildar eftir langt og þreytandi ferðalag. 2. júlí rann upp bjartur og fagur. Þann dag skyldi mótið liefjast. Ilafði stúdentunum óðum sem sér ekki annað í trúarsetningum kirkjunnar en dauðan bókstaf. Þrjár sterkustu livatir mannsins eru sjálfs- bjargarbvötin eða lífsbvötin, æxlunarbvötin og bvötin til andlegs þroska, sem lýsti sér bæði í listhneigð bans þegar á Cro-Magnon stiginu fyr- ir 30 þúsund árum síðan og í trúhneigð iians, sem er jafnvel enn eldri, ef til vill vöggugjöf hans, þegar bin mikla stökkbreyting varð frá frum- apa til manns. Við getum ekki breylt líffræðilegum arfi oklc- ar, ekki upprætt þá hvöt, sem er ævaforn þáttur í eðli okkar, þroskabvötina, sem leitar þess fagra og góða, leitar fullkomnunar og samræmis, leit- ar að uppliafi ig innsta kjarna tilverunnar, Guði. Margir reyna samt að gleyma henni eins og óþægilegri staðreynd, kaffæra hana í hyljum djúpvitundar sinnar, ljúga því að sjálfum sér og öðrum, að liún sé ekki til í fari þeirra, af því að þá brestur lcjark eða vilja til þeirrar sjálfsafneit- unar, sem hún krefst. En baráttan gegn þessari bældu livöt skapar örygg'isleysi og komplexa í sálarlífinu, veikir mótstöðuaflið í erfiðleikum og mannraunum, orsakar geðveilur og sálsýki, grefur undan andlegri og líkamlegri lieilsu ein- staklinga og þjóða. Trúleysið er bættulegasti menningarsj úkdómur nútímans. Þetta befur verið að renna upp fyrir æ fleiri hugsandi mönnum hin síðustu fjörutíu ár, og því er liin hrokafulla efnishyggja ekki lengur ráðandi innan vísindanna, þótt bennar gæti þar enn. Menn liafa ekki aðeins ráðið ýmsa leyndar- dóma frumeindanna og þeirrar orku, sem þær búa yfir, beldur einnig komizt nær leyndardóm- um mannssálarinnar og beyrt þar bergmál af Ijóði bins forna sálmaskálds: Eins og bindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó, Guð. P. V. G. Kolka. KRISTILEGT STUDENTABLAÐ 17

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.