Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 8
Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup: iUUlditt. sent íttlttr enn Þegai’ ein öld er liðin frá dauða og jarðarför, hve margir minnast þá mannsins? 1 nóvember voru 100 ár liðin frá því Sören Kierkegaard and- aðist. Það hefur aldrei verið talað meira um hann en núna. Þegar ég var stúdent í Kaupmannahöfn, var auð- vitað oft vitnað í rit hans. En hvað er það á móti því, sem nú er? Bækur hans eru á fjöldamörgum tungumálum, og menn lesa bækur hans á Norður- löndum, á meginlandi Evrópu, austur í Japan, í Ástralíu ogAmeríku.Á liðnu sumri var haldið þing, kennt við Kierkegaard. Var það haldið í Khöfn, og komu þangað aðdáendur Kierkegaards úr ýmsum löndum, dögum saman voru fundir haldnir og fyr- irlestrar haldnir um lífsspeki Kierkegaards. Ég fékk í hendur vikublað eitt frá Danmörku. I því eru ritdómar um ýmsar nýjar bækur. Þar er ritað um 4 bækur, allar snertandi áhugamál hins mikla snillings. Víðsvegar um heiminn hefur nú á þessum síð- ustu mánuðum fjöldi bóka og tímarita komið á bókamarkaðinn og auk þess greinar í víðlesnum blöðum, og allt þetta helgað minningu þess manns, sem nú hefur legið 100 ár í gröf sinni. Sören Kierkegaard varð aðeins 42 ára. Hann fæddist í Khöfn 5. maí 1813 og andaðist þar 11. nóv. 1855. Dag einn barst sú fregn um borgina, að hinn kunni rithöfundur hefði skyndilega orðið veikur á götu úti. Það var 2. okt. 1855. Var hann fluttur í sjúkrahús, og þegar þangað kom, sagði hinn sjúki maður: „Ég kem hingað til þess að deyja.“ Rólega horfði hann fram til dauðastundarinnar. Hann mælti svo við einn vin sinn: ,,Þú skalt ekki óska mér bata, heldur skalt þú óska þess, að ég fái að deyja.“ Átakanlegt, er menn deyja á bezta aldri frá ný- byrjuðu eða hálfnuðu verki. En hvað segja menn um starf hans og afköst? Margir atorkumenn í andans heimi hafa ekki lokið jafnmiklu starfi og hann, þó að þeir hafi náð áttræðisaldri. Stórvirkur rithöfundur lauk ævi sinni. Hvað var ævistarf hans að öðru leyti ? Hvaða embætti gegndi hann? Engu. Aldrei sótti hann um embætti, þó að hann væri kandidat í guðfræði og hefði lokið dokt- orsprófi. Honum féll það happ í hlut, að hann hlaut arf eftir ríkan föður sinn. Það stóð heima, að þegar hann veiktist, voru peningarnir á þrotum. Aldrei hafði hann fengið laun í fastri stöðu, rit- laun fékk hann að vísu, en bæði var, að hann hélt sig allríkmannlega og var einnig kunnur að góð- gerðasemi, svo að eignirnar hurfu. Það er ekki hægt að segja, að hann hafi verið iðinn við lesturinn á stúdentsárum sínum. Sann- leikurinn er sá, að hann lifði stefnulitlu stúdents- lífi og skeytti lítt settum reglum. Námsárin voru ekki notuð með próf fyrir augum. Hvarflaði hugur hans oft og einatt frá guðfræðinni að heimspeki, skáldskap og fagurfræði. Var faðir hans mjög óánægður með hinn fluggáfaða, óhlýðna son. Það var fyrir þrábeiðni föður hans, að hann hélt nám- inu áfram í orði kveðnu. En skynidlega urðu straumhvörf í ævi hans. Afmæli átti hann, varð 25 ára 5. maí 1838. Kallaði þá faðir hans hann á sinn fund. Hvað gerðist þar? Gamli maðurinn skriftaði fyrir syni sínum og út- skýrði fyrir honum, hver orsökin væri til þess þunglyndis, sem væri eins og dimmur skuggi í sál- arlífi öldungsins og hefði án efa gengið að erfðum til barnanna, en Sören var þeirra yngstur. Föður hans sagðist svo frá: „Þegar ég, 12 ára, var smaladrengur á Jótlandsheiði, þoldi ég hungur « KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.