Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 15

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 15
Ástráður Sigursteindórsson, skólastjóri: Þekkincj - trn - siðqæöi KAFLI ÚR SKDLAB ETNI N G ARRÆÐ U Það ei’ staðreynd, að þekking er ein mikilvægasta undirstaða alls menningarlífs og framfara. Skól- inn hefur því miklu hlutverki að gegna í menn- ingarlífi þjóðarinnar. Hlutverk hans er að varð- veita þá þekkingu, sem aflað hefur verið, og skila henni í hendur uppvaxandi kynslóðar. Þar er af miklum fjársjóði að taka og dýrmætur arfur, sem ber að skila. Vér vitum nú margt, sem fyrri kynslóðir óraði ekki fyrir, að vitað yrði. Vér vitum, að þekkingin er afl, sem umbreytt getur löndum og álfum, sé hún notuð með elju og kostgæfni. En hlutvei’k skólans er jafnframt að hvetja til aukinnar leitar að nýrri og meiri þekkingu, vekja áhuga fyrir því að brjóta ný viðfangsefni til mergjar og leysa torráðnar gátur. Þar er enn af miklu að taka. Vér megum gjarn- an minnast Newtons, er hann talaði um þekkingu sína og líkti henni við það, er lítill drengur léki sér í flæðamálinu og ysi sjónum með lítilli skel, svo lítil væri þekking hans samanborið við hið mikla úthaf þekkingarinnar, sem enn er ókannað. Enn er langt frá því, að allur þekkingarsjórinn sé tæmdur, allar gátur ráðnar. Enn vantar mikið á, að vér getum af þekkingu dæmt um alla hluti til- verunnar. / Skólinn hlýtur því að fordæma allan menntun- arhroka í hverri mynd, sem hann bii-tist. Mennt- unarhrokinn er einn vei’sti óvinur þekkingarinnar. Hann sljóvgar alla þekkingarleit og drepur í dróma allar sannar framfarir. Þekkingin er sem dásamleg og dýi-mæt perla. Það er nautn að njóta hennar og hún er ómetanleg eign í lífsbai'áttu þjóða og einstaklinga. Hún er þess virði, að miklu sé fórnað hennar vegna og mikið á sig lagt til að afla hennar. Þér, sem nú eruð ung, njótið þeirrar gæfu, að hún er lögð upp í hendur yðar. Minnizt þess, að á dögum afa ykkar og ömmu voru aðeins fáeinir, sem nutu þeirrar gæfu, er yður fellur nú í skáut. Lærið af því að meta þá aðstöðu, sem þér nú hafið. Lærið af því að nota það tækifæri, sem nú stendur yður til boða. Þekkingin er dýrmæt, en hún er ekki einhlýt! Þess skulum vér minnast. Þekkingu má einnig nota til ills. Svo að vel fari, þarf fleira til! Sönn menning hlýtur því að hvíla á fleiri stoðum en þekkingunni einni saman. Þar vil ég enn til nefna tvennt: trú og siðgæði. Vér skulum einarðlega minnast þess, að menn- ingararfur vor er óleysanlega knýttur trú feðra vorra. Þeir, sem bezt ávöxtuðu þekkingararfinn á liðnum öldum og skiluðu honum áleiðis, voru trú- arlegir leiðtogar þjóðarinnar, prestarnir. Vér skulum minnast þess, að á erfiðum tímum var það trúin, sem veitti feðrum vorum þrek og áræði til baráttu og sigurs. 1 myrkri áþjánar og örbyrgðar fyrri alda var það trúin á einn sannan Guð og þann, sem hann sendi, Jesúnj Krist, sem lýsti fram á veginn til nýrra og betri tíma. Þessa skulum vér með hreinskilni minnast og látum ekki björtu dagana glepja oss sýn svo vér missum sjónar á því, sem var ein dýrmætasta eign liðinna kynslóða. Siðgæðislaus menning er rótlaus menning! Hún er dæmd til að visna og deyja út. Það er þungur dómur reynslunnar. Sagan kann að greina mörg átakanleg dæmi slíks. Því er mikil vá fyrir dyrum, ef kjörorð vaxandi kynslóðar er þetta: „Farið heilar fornu dyggðir"! Við því ber að sporna af fremsta megni. Margir sjá það, er aldur og lífsreynsla færist yfir þá, að það er ekki heillavænleg leið til menn- ingar og faj’sæls lífs. En sjái það sem flestir, áður en þeir þurfa að drekka í botn hinn beiska bikar, KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 15

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.