Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 16

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1955, Blaðsíða 16
Hriátilegt Múdentamét í flweqi Tveir íslenzkir stúdentar sóttu kristilegt stúd- entamót í Viken við Gjövik, sem er skammt frá Ósló, dagana 26.—30. ágúst síðastl. Voru þar sam- ankomnir stúdentar frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum. Einnig voru þar enskir stúdentar og einn þýzkur. Hér á eftir fer smákafli úr bréfi frá öðrum Is- lendingnum, þar sem hann segir nokkuð frá mót- inu: Norðmennirnir sögðu sjálfir eftir mótið, að það væri eitt með þeim allra beztu, sem haldin hafa verið. Þá er mikið sagt. Það er ekki gerlegt fyrir mig að gefa ykkur lýsingu á áhrifum þessara daga, samtölum, samverunni og andrúmslofti mótsins. Það skilst ekki af neinni lýsingu, sem ég get gefið. Sá, sem reynir slíkt, veit, hvað það er. En þetta er þó í raun og veru mótið sjálft. Hitt, sem hægt er að koma orðum að, er aðeins ytri umgerð. Fyrsta efni dagskrárinnar hét: „Snúið yður“. Séra Erling Utnem talaði. Hann hélt líka lokaræðu mótsins: „Takmark trúarinnar". Þetta tvennt myndaði eins og umgerð um dagskrána. Eða ætti áður en þeir hafa beðið óbætanlegt tjón og eytt til ófarnaðar beztu og glæsilegustu árum ævi sinnar. Skólanum ber því að halda vörð um fornar dyggðir. Honum ber að gera yður Ijóst, að þær eru engin fjötur um fót, engin höft á sanna lífsgleði eða lífsnautn. Þær eru ómissandi til þess, að þér megið verða að mönnum, sönnum mönnum heiðar- legum í lífi og samskiptum við aðra menn, svo að þér megið sjálf njóta lífsins og gera það bjart fyrir aðra. Það er ósk mín og bæn, að þér sem þennan skóla sækið, megið læra að meta rétt og vel þessar þrjár stoðir menningar vorrar: þekkingu, trú og sið- gæði. Þá mun skólinn reynast nýt stofnun og dvöl yð- ar hér giftudrjúg. ég kannske heldur að kalla það tvo póla, þar sem allt hitt kom inn á milli? Dagskráin var annars í aðalatriðum : Þrjár sam- komur á dag fastar. Morgunbænir, sambæn og biblíulestur, á hverjum degi á undan dagskrá, í smáhópum undir beru lofti. Þetta er ramminn, en hvað gerðist svo ? Kannske er bezt að gefa nokkrar „stikkprufur"? Ole Modalsli, biblíuskólastjóri, hafði biblíulestra laugardags- og mánudagsmorgna. Efni: 1) Fri- kjent i Kristus, 2) Frigjort i Kristus. (Róm. 5, 1 og Róm. 8, 1). Ef til vill voru þetta „stóru stund- irnar“ í dagskránni. Einkum var seinni biblíulest- urinn ( á mánudag) áhrifamikill. Leif Aalen, dósent, flutti á laugardag praktiskt erindi, sem hét: „Trosliv og kulturliv“. „Kristin- dómur og menning verða aldrei það sama. Við eigum að veita kristilega þjónustu þeirri veröld og menningu, sem við lifum í.“ Umræður voru á eftir um þetta efni. Dr. Einar Lundby talaði í kirkjunni í Gjövik á laugardagskvöld um bæn og bænheyrslu. Hann talaði af mikilli reynslu. Á eftir var sungið um stund á kirkjutröppunum, síðan gengið í kvöld- húminu út í Viken. Það er um 3 km. Sú ganga varð mörgum mikilvæg. Annars safnaði Lundby stöð- ugt um sig hópi, hvar sem hann var. Alltaf var hann að segja frá reynslu sinni af bænheyrslu og samfélagi við Krist. Og sá kann nú að segja frá. Á sunnudag var messa í kirkjunni og bæði móts- gestir og bæjarbúar til altaris. Það var blessuð stund. Séra Georg Johnsen prédikaði. Síðdegis á sunnudag var kristniboðssamkoma. Þær vilja stundum verða langar þær samkomur á mótum heima. Hér var ræða í klukkutíma, en það fór víst flestum eins og mér. Við vissum ekki fyrr en klukkutíminn var liðinn. Það var séra Angel Eggen, sem talaði. Hann er kristniboðsprestur og er nýkominn úr ferð um Japan, Kóreu, Formósu og Hong Kong. Hann talaði blátt áfram frá því, sem hann heyrði og sá. „Dagarnir eru vondir, og einmitt þess vegna skapa þeir líka alveg sérstök 16 KRISTILEGT STUDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.